Lækka kröfurnar ef ráðuneyti krefst þess 6. nóvember 2012 07:00 Gunnar Gíslason Forsvarsmenn Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) telja sig ekki vera að brjóta á íslenskum umsækjendum með því að setja skilyrði um að hafa lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla til að fá inngöngu í nám á dönsku. Ef dönsk yfirvöld komist hins vegar að þeirri niðurstöðu að kröfuna skuli lækka muni skólinn þó lúta henni. Fréttablaðið sagði á dögunum frá því að sex íslenskum námsmönnum hið minnsta hefði verið synjað um skólavist af þessum sökum. Þrír hafa kært ákvörðunina til skólayfirvalda, meðal annars með þeim rökum að hún brjóti gegn Tungumálasáttmála Norðurlandaríkjanna. Mál eins þeirra er komið fyrir danska ráðuneytið. Rie Snekkerup, sem er yfir kennslusviði CBS, segir í samtali við Fréttablaðið að umsækjendur þurfi allir að uppfylla sömu kröfur. „Óháð upprunalandi þarf umsækjandi að hafa lokið A-stigs prófi í dönsku til að komast inn í nám sem fram fer á dönsku. Sama krafa er gerð til allra, svo að hér er ekki um mismunun að ræða.“ Eitt helsta umkvörtunarefni íslensku umsækjendanna er viðmið CBS um átján einingar í dönsku í framhaldsskóla til jafngildis A-stigsprófinu. Aðeins er krafist níu eininga í dönsku til stúdentsprófs, og átján einingar eru vart í boði. Menntamálaráðuneytið á Íslandi hefur meðal annars staðfest það með bréfi. Snekkerup segir að þetta sé einfaldlega það sem CBS hafi metið sem viðunandi kunnáttu til að komast í gegnum námið. „Ef ráðuneytið hér í Danmörku kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að við þurfum að breyta okkar inntökuskilyrðum af þeirri ástæðu munum við auðvitað hlíta því.“ Hún bætir við að umsækjendum sem ekki uppfylli skilyrðin bjóðist að taka stöðuprófí dönsku. Gunnar Gíslason er einn þeirra Íslendinga sem var hafnað af CBS. Hann hefur kært málið til ráðuneytisins ytra og segist ekki ætla að gefa sig fyrr en staðfest sé að skólinn sé í órétti. „Þetta er augljós mismunun sem ég get ekki setið undir,“ segir Gunnar, sem flutti nýlega heim eftir tæp fimm ár í Danmörku. Hann bætir því við að ekki sé hlaupið að því taka stöðuprófið sem CBS vísar til og námskeiðið sem því fylgir. Gunnar er þó vongóður um að niðurstaða í máli hans fyrir ráðuneytinu verði honum í hag, þó að margir mánuðir muni líða þar til það skýrist. „Þá er spurning hvort CBS semur við okkur um skaðabætur vegna mismununar og seinkunar á námi í eitt ár, eða hvort þeir vilji frekar fara með það fyrir dóm. Ég er staðráðinn í að fara með málið alla leið.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Forsvarsmenn Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) telja sig ekki vera að brjóta á íslenskum umsækjendum með því að setja skilyrði um að hafa lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla til að fá inngöngu í nám á dönsku. Ef dönsk yfirvöld komist hins vegar að þeirri niðurstöðu að kröfuna skuli lækka muni skólinn þó lúta henni. Fréttablaðið sagði á dögunum frá því að sex íslenskum námsmönnum hið minnsta hefði verið synjað um skólavist af þessum sökum. Þrír hafa kært ákvörðunina til skólayfirvalda, meðal annars með þeim rökum að hún brjóti gegn Tungumálasáttmála Norðurlandaríkjanna. Mál eins þeirra er komið fyrir danska ráðuneytið. Rie Snekkerup, sem er yfir kennslusviði CBS, segir í samtali við Fréttablaðið að umsækjendur þurfi allir að uppfylla sömu kröfur. „Óháð upprunalandi þarf umsækjandi að hafa lokið A-stigs prófi í dönsku til að komast inn í nám sem fram fer á dönsku. Sama krafa er gerð til allra, svo að hér er ekki um mismunun að ræða.“ Eitt helsta umkvörtunarefni íslensku umsækjendanna er viðmið CBS um átján einingar í dönsku í framhaldsskóla til jafngildis A-stigsprófinu. Aðeins er krafist níu eininga í dönsku til stúdentsprófs, og átján einingar eru vart í boði. Menntamálaráðuneytið á Íslandi hefur meðal annars staðfest það með bréfi. Snekkerup segir að þetta sé einfaldlega það sem CBS hafi metið sem viðunandi kunnáttu til að komast í gegnum námið. „Ef ráðuneytið hér í Danmörku kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að við þurfum að breyta okkar inntökuskilyrðum af þeirri ástæðu munum við auðvitað hlíta því.“ Hún bætir við að umsækjendum sem ekki uppfylli skilyrðin bjóðist að taka stöðuprófí dönsku. Gunnar Gíslason er einn þeirra Íslendinga sem var hafnað af CBS. Hann hefur kært málið til ráðuneytisins ytra og segist ekki ætla að gefa sig fyrr en staðfest sé að skólinn sé í órétti. „Þetta er augljós mismunun sem ég get ekki setið undir,“ segir Gunnar, sem flutti nýlega heim eftir tæp fimm ár í Danmörku. Hann bætir því við að ekki sé hlaupið að því taka stöðuprófið sem CBS vísar til og námskeiðið sem því fylgir. Gunnar er þó vongóður um að niðurstaða í máli hans fyrir ráðuneytinu verði honum í hag, þó að margir mánuðir muni líða þar til það skýrist. „Þá er spurning hvort CBS semur við okkur um skaðabætur vegna mismununar og seinkunar á námi í eitt ár, eða hvort þeir vilji frekar fara með það fyrir dóm. Ég er staðráðinn í að fara með málið alla leið.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira