Innlent

Tafir vegna bílveltu við Stóru-Laxá

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. mynd/fréttastofa
Töluverðar tafir hafa orðið á umferð við brúnna yfir Stóru-Laxá í dag þar sem flutningabíll frá Eimskip valt í morgun.

Vörubíllinn var að flytja fjóra þakbita þegar óhappið átti sér stað. Bitarnir voru hluti af burðarvirki nýs íþróttahúss sem fyrirtækið Límtré reisir á Höfn í Hornafirði.

Var þetta áttunda ferðin af þrettán. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er vonast til að flutningabíllinn verði fjarlægður seinna í dag en vegurinn hefur meira og minna verið lokaður það sem af er degi.

Bílstjóri flutningabílsins slapp ómeiddur en bílinn sjálfur er hins vegar mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×