Innlent

List án landamæra fékk mannréttindaverðlaunin

Dagur með hópnum í Höfða í dag.
Dagur með hópnum í Höfða í dag. mynd/reykjavíkurborg
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, afhenti fulltrúum Listahátíðarinnar List án landamæra mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt tilkynningu frá borginni eru verðlaunin veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa.

Listahátíðin List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og hefur verið haldin árlega. Markmið hátíðarinnar er að bæta aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu, að leita nýrra tækifæra ekki takmarkana.

Dagur B. Eggertsson sagði við afhendingu mannréttindaverðlaunanna að List án landamæraværi vel að viðurkenningunni komin. Það gætu ekki allir orðið miklir listamenn en góðir listamenn gætu komið hvaðanæva að því listin þekkti engin landamæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×