Fótbolti

Kalou samdi við Lille

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Franska félagið Lille tilkynnti í dag að félagið hafi gengið frá samningum við sóknarmanninn Salomon Kalou sem lék síðast með Chelsea í Englandi.

Samningur Kalou við Chelsea var útrunninn og því var honum frjálst að finna sér nýtt félag. Hann var orðaður við Liverpool auk annarra félaga en ákvað á endanum að fara í franska boltann.

Kalou skrifaði undir fjögurra ára samning við Lille en hann er 26 ára gamall og var hjá Chelsea í samtals fjögur ár. Hann spilaði samtals 240 leiki með Chelsea en kom aðeins við sögu í tólf deildarleikjum með liðinu á síðasta tímabili.

Hann varð bæði Evrópumeistari og enskur bikarmeistari með Chelsea í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×