Fagna mest þegar strákurinn skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2012 07:00 Indriði Áki í leik gegn Grindavík. mynd/hafliði Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Indriði Áki er þegar farinn að vekja mikinn áhuga erlendra liða og er meðal annars á leiðinni til Liverpool í október þar sem hann fær að reyna sig í akademíu þessa heimsfræga félags. Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, sá strax í vetur hvað bjó í stráknum. „Það eru ekki margir þjálfarar í úrvalsdeildarliði sem segja við 16 ára strák í desember að hann sé að fara að æfa með meistaraflokki. Við sögðum honum að við myndum byggja hann upp hægt og rólega þangað til að hann kæmi við sögu hjá liðinu undir lok mótsins eins og gekk upp og er að gerast," segir Kristján og bætir við: „Leikskilningur hans og þroski er gríðarlegur." Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið á móti Breiðabliki 8. ágúst eða aðeins sex dögum eftir að hann hélt upp á 17 ára afmælið. Hann kom þá inn á 89. mínútu. Það liðu 19 dagar þar til Kristján sendi Indriða næst inn á völlinn en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Indriði kom inn á undir lokin í Keflavík og skoraði tvisvar. „Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Hann hefur æft eingöngu með meistaraflokki frá áramótum, spilaði aðeins með okkur í Reykjavíkurmótinu og skoraði þar. Við höfum verið að venja hann við álagið sem breytist svo mikið við það að vera í 3. flokki og fara beint upp í meistaraflokk. Þetta er mjög vandmeðfarið," segir Kristján. „Aukaæfingarnar hans í ár hafa ekki verið með bolta heldur í styrktarþjálfun. Hann hefur haft gríðarlega gott af því en hann er ekki búinn að klára þá þjálfun og þá styrk sem hann þarf þar. Ég á von á því þegar hann nær því og fer að ná hraðabreytingunum betur að það verði mjög gaman að sjá til hans," segir Kristján. Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á móti Grindavík á sunnudaginn. Indriði Áki svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik en áður hafði hann átt mikinn þátt í fyrstu tveimur mörkum Valsliðsins, fyrst með því að gefa stoðsendingu á Hauk Pál Sigurðsson og svo með því taka frábært hlaup á nærstöng og opna fyrir Matthías Guðmundsson sem skoraði annað mark Valsliðsins. „Hann skynjar leikinn og hvert hann á að hlaupa bæði til að skora sjálfur og líka hlaupin til að opna fyrir aðra," segir Kristján. Indriði Áki er því kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á 139 mínútum í Pepsi-deild karla í sumar og hefur því komið að marki á 23,2 mínútna fresti. „Það er búið að vera gríðarlega gaman að vera með hann og þau mörk sem ég fagna mest er þegar strákurinn skorar. Það er ofboðslega gaman að sjá það," segir Kristján. Kristján ætlar að passa upp á strákinn en það var að heyra á þjálfaranum að fyrirspurnir um Indriða Áka hafi komið úr mörgum áttum. Áður en hann heldur í æfingabúðir Liverpool fær Indriði þó að reyna sig á móti besta liði landsins, FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Hann er "tía"Indriði Áki Þorláksson hefur spilað bæði sem miðjumaður og framherji og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsliðsins, sér hann fyrir sér í stöðu sóknartengiliðs í framtíðinni. „Hann er eiginlega tía eins og við köllum það. Það er hans besta staða því hann er mjög duglegur að koma mönnum inn í leiki og finna svæði til að senda í. Ef þú horfir á hann spila þá sérðu oft hvað hann hinkrar eða bíður með sendinguna þangað til hann sér rétta hlaupið. Margir aðrir væru búnir að senda hann á röngum tímapunkti en hann velur tímapunktinn mjög skemmtilega,“ segir Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira
Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Indriði Áki er þegar farinn að vekja mikinn áhuga erlendra liða og er meðal annars á leiðinni til Liverpool í október þar sem hann fær að reyna sig í akademíu þessa heimsfræga félags. Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, sá strax í vetur hvað bjó í stráknum. „Það eru ekki margir þjálfarar í úrvalsdeildarliði sem segja við 16 ára strák í desember að hann sé að fara að æfa með meistaraflokki. Við sögðum honum að við myndum byggja hann upp hægt og rólega þangað til að hann kæmi við sögu hjá liðinu undir lok mótsins eins og gekk upp og er að gerast," segir Kristján og bætir við: „Leikskilningur hans og þroski er gríðarlegur." Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið á móti Breiðabliki 8. ágúst eða aðeins sex dögum eftir að hann hélt upp á 17 ára afmælið. Hann kom þá inn á 89. mínútu. Það liðu 19 dagar þar til Kristján sendi Indriða næst inn á völlinn en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Indriði kom inn á undir lokin í Keflavík og skoraði tvisvar. „Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Hann hefur æft eingöngu með meistaraflokki frá áramótum, spilaði aðeins með okkur í Reykjavíkurmótinu og skoraði þar. Við höfum verið að venja hann við álagið sem breytist svo mikið við það að vera í 3. flokki og fara beint upp í meistaraflokk. Þetta er mjög vandmeðfarið," segir Kristján. „Aukaæfingarnar hans í ár hafa ekki verið með bolta heldur í styrktarþjálfun. Hann hefur haft gríðarlega gott af því en hann er ekki búinn að klára þá þjálfun og þá styrk sem hann þarf þar. Ég á von á því þegar hann nær því og fer að ná hraðabreytingunum betur að það verði mjög gaman að sjá til hans," segir Kristján. Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á móti Grindavík á sunnudaginn. Indriði Áki svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik en áður hafði hann átt mikinn þátt í fyrstu tveimur mörkum Valsliðsins, fyrst með því að gefa stoðsendingu á Hauk Pál Sigurðsson og svo með því taka frábært hlaup á nærstöng og opna fyrir Matthías Guðmundsson sem skoraði annað mark Valsliðsins. „Hann skynjar leikinn og hvert hann á að hlaupa bæði til að skora sjálfur og líka hlaupin til að opna fyrir aðra," segir Kristján. Indriði Áki er því kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á 139 mínútum í Pepsi-deild karla í sumar og hefur því komið að marki á 23,2 mínútna fresti. „Það er búið að vera gríðarlega gaman að vera með hann og þau mörk sem ég fagna mest er þegar strákurinn skorar. Það er ofboðslega gaman að sjá það," segir Kristján. Kristján ætlar að passa upp á strákinn en það var að heyra á þjálfaranum að fyrirspurnir um Indriða Áka hafi komið úr mörgum áttum. Áður en hann heldur í æfingabúðir Liverpool fær Indriði þó að reyna sig á móti besta liði landsins, FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Hann er "tía"Indriði Áki Þorláksson hefur spilað bæði sem miðjumaður og framherji og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsliðsins, sér hann fyrir sér í stöðu sóknartengiliðs í framtíðinni. „Hann er eiginlega tía eins og við köllum það. Það er hans besta staða því hann er mjög duglegur að koma mönnum inn í leiki og finna svæði til að senda í. Ef þú horfir á hann spila þá sérðu oft hvað hann hinkrar eða bíður með sendinguna þangað til hann sér rétta hlaupið. Margir aðrir væru búnir að senda hann á röngum tímapunkti en hann velur tímapunktinn mjög skemmtilega,“ segir Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira