Ingó Veðurguð: Fótboltinn er kominn í forgang Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2012 08:00 Ingólfur hefur ekki verið mjög hátt skrifaður sem fótboltamaður en blómstraði í leiknum gegn ÍBV þar sem hann var aðalstjarna vallarins. Mynd/Daníel Frammistaða Ingólfs Þórarinssonar, miðjumanns Selfyssinga, gegn ÍBV vakti verðskuldaða athygli. Hann var maðurinn á bak við frábæran 2-1 sigur Selfyssinga sem nær allir spá neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. „Það sem hefur breyst hjá mér er líkamlega ástandið og forgangsröðunin. Tónlistin situr aðeins á hakanum núna á meðan fótboltinn er í forgangi," sagði Ingólfur en hann er landsþekktur tónlistarmaður og stanslaus spilamennska síðustu sumur hefur ekki hjálpað honum mikið við að taka framförum sem knattspyrnumaður. „Svo er ég líka með þjálfara núna sem hefur trú á mér og setur traust á mig. Hugarfar mitt hefur breyst og ég fórna meiru en áður. Fótboltinn hefur verið til hliðar við spileríið áður og ég bara mætt á einstaka æfingu kannski. Ég hef líka lyft mikið og styrkt mig. Ég er lítill og léttur og þarf að vera sterkari til þess að keppa við þá bestu. Við höfum svolítið verið í því að horfa á lóðin en núna fórum við að lyfta þeim almennilega." Ingólfur er orðinn 25 ára gamall og hann viðurkennir að vera fyrst núna að taka fótboltann af fullri alvöru. „Nú er ég farinn að hafna kannski fjórum til fimm „giggum" á mánuði. Tónlistin hefur tekið sinn toll hér áður og orðið til þess að ég hafði ekki orku í annað. Nú geri ég þetta af krafti og spila ekki tónlist langt fram á nótt," sagði Ingólfur en hann er þar með að gefa frá sér talsverðar tekjur ólíkt flestum öðrum í deildinni. „Ég er eiginlega að borga helling með mér til þess að vera í fótbolta. Mér finnst aftur á móti mjög gaman í fótbolta og það er gaman að taka þátt í því á meðan maður er ungur og getur gert það. Ég get spilað meira á gítarinn seinna. Ég get spilað á sveitaballi þegar ég er orðinn fertugur en ólíklegt að ég geti spilað í Pepsi-deildinni á sama aldri," sagði Ingólfur en er þessi leikur hans bara einn smellur? „Ég ætla rétt að vona ekki. Ég tel mig alveg geta bætt í." Selfyssingar njóta þess að það er engin pressa á þeim í deildinni þar sem allir spá þeim niður. Ingólfur segir að það henti liðinu ágætlega. „Fyrir vikið getum við mætt afslappaðir í leiki og selt okkur dýrt. Það er einnig gott fyrir mig að margir líta bara á mig sem einhvern tónlistarmann og sprellara," sagði Ingólfur en ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði gegn ÍBV er ekki langt í að andstæðingarnir fari að taka hann mjög alvarlega. „Við erum svolítið óskrifað blað. Við erum líklega með reynsluminnsta liðið í deildinni og það er því eðlilegt að okkur sé spáð sæti neðarlega. Við teljum okkur samt vera töluvert sterkari en 2010. Það er samkeppni um stöður núna en það var ekki þannig fyrir tveimur árum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Frammistaða Ingólfs Þórarinssonar, miðjumanns Selfyssinga, gegn ÍBV vakti verðskuldaða athygli. Hann var maðurinn á bak við frábæran 2-1 sigur Selfyssinga sem nær allir spá neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. „Það sem hefur breyst hjá mér er líkamlega ástandið og forgangsröðunin. Tónlistin situr aðeins á hakanum núna á meðan fótboltinn er í forgangi," sagði Ingólfur en hann er landsþekktur tónlistarmaður og stanslaus spilamennska síðustu sumur hefur ekki hjálpað honum mikið við að taka framförum sem knattspyrnumaður. „Svo er ég líka með þjálfara núna sem hefur trú á mér og setur traust á mig. Hugarfar mitt hefur breyst og ég fórna meiru en áður. Fótboltinn hefur verið til hliðar við spileríið áður og ég bara mætt á einstaka æfingu kannski. Ég hef líka lyft mikið og styrkt mig. Ég er lítill og léttur og þarf að vera sterkari til þess að keppa við þá bestu. Við höfum svolítið verið í því að horfa á lóðin en núna fórum við að lyfta þeim almennilega." Ingólfur er orðinn 25 ára gamall og hann viðurkennir að vera fyrst núna að taka fótboltann af fullri alvöru. „Nú er ég farinn að hafna kannski fjórum til fimm „giggum" á mánuði. Tónlistin hefur tekið sinn toll hér áður og orðið til þess að ég hafði ekki orku í annað. Nú geri ég þetta af krafti og spila ekki tónlist langt fram á nótt," sagði Ingólfur en hann er þar með að gefa frá sér talsverðar tekjur ólíkt flestum öðrum í deildinni. „Ég er eiginlega að borga helling með mér til þess að vera í fótbolta. Mér finnst aftur á móti mjög gaman í fótbolta og það er gaman að taka þátt í því á meðan maður er ungur og getur gert það. Ég get spilað meira á gítarinn seinna. Ég get spilað á sveitaballi þegar ég er orðinn fertugur en ólíklegt að ég geti spilað í Pepsi-deildinni á sama aldri," sagði Ingólfur en er þessi leikur hans bara einn smellur? „Ég ætla rétt að vona ekki. Ég tel mig alveg geta bætt í." Selfyssingar njóta þess að það er engin pressa á þeim í deildinni þar sem allir spá þeim niður. Ingólfur segir að það henti liðinu ágætlega. „Fyrir vikið getum við mætt afslappaðir í leiki og selt okkur dýrt. Það er einnig gott fyrir mig að margir líta bara á mig sem einhvern tónlistarmann og sprellara," sagði Ingólfur en ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði gegn ÍBV er ekki langt í að andstæðingarnir fari að taka hann mjög alvarlega. „Við erum svolítið óskrifað blað. Við erum líklega með reynsluminnsta liðið í deildinni og það er því eðlilegt að okkur sé spáð sæti neðarlega. Við teljum okkur samt vera töluvert sterkari en 2010. Það er samkeppni um stöður núna en það var ekki þannig fyrir tveimur árum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira