Einkennilegur draumur um raforkusölu til Evrópu Ólafur Arnalds skrifar 2. mars 2012 06:00 Þær eru margvíslegar draumfarirnar um bissness og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Einn sérkennilegasti draumurinn er að flytja út rafmagn frá Íslandi til Evrópu með streng. Seint verður sú hugmynd talin meðal þeirra vænlegustu til að stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæður og sem dæmi má nefna: 1. Það er afskaplega úreltur hugsunarháttur að flytja út auðlindir landsins í heildsölu með þessum hætti í stað þess að nýta orkuna til að auðga atvinnulífið heima fyrir. Nýlendutíminn er liðinn – er það ekki? 2. Við samtengingu íslenska kerfisins við Evrópumarkað verða íslenskir neytendur í samkeppni á Evrópumarkaði um rafmagnið: rafmagn til almennings á Íslandi hækkar því verulega í kjölfarið: lífskjör þorra fólks munu beinlínis versna. Það er nú varla göfugt markmið? 3. Mikil orka tapast við orkuflutning með þessum hætti. Það er ekki í anda nútímans, þegar mikilvægast er að draga úr orkusóun, að tapa stórum hluta orkuframleiðslunnar við flutning hennar. Skynsamlega er að nýta hana með öðrum hætti nærri framleiðslustaðnum. 4. Það er staðreynd að sú orka sem menn ásælast í þessum tilgangi er einfaldlega ekki til. Síðasta mögulega vatnsaflsvirkjunin af stærðargráðu Þjórsárvirkjana er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Óljósara er um mögulega orku háhitavirkjana, en þó augljóst að sátt getur aldrei náðst um að flytja rafmagnið út, til þess er umhverfiskostnaður á háhitasvæðum allt of hár. Þessi orkuskortur er vitaskuld nokkuð alvarlegur hængur á ráðagerðinni. 5. Jarðefnaeldsneyti verður æ dýrara eftir því sem gengur á forðann á heimsvísu. En eftirspurnin vex örum skrefum. Um leið margfaldast mikilvægi annarra orkugjafa. Rafmagn verður mögulega raunhæfur kostur í samgöngum, fljótlega á bílaflotann og síðar til að mæta orkuþörf skipastólsins í einhverjum mæli. Íslendingar þurfa að eiga sinn forða til að nýta í samgöngum eftir því sem þessari þróun fleygir fram. Það er vitaskuld mun betri kostur en sala með „hundi" til Evrópu. 6. Með hækkandi orkuverði opnast sífellt nýir og fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á orku á Íslandi og um leið eykst framleiðni orkusölunnar til handa íbúum landsins. Sala á orkunni með streng til Evrópu eyðileggur beinlínis slíka möguleika. Svona eins og að flýta sér að losa sig við timbrið áður en byrjað er að reisa húsið. Hefur það verið gert áður? Sú orka sem unnt væri að flytja til Evrópu er svo lítil að hún skiptir engu fyrir markaðinn í Evrópu. Eins konar kertaljós er tírir á undir flóðljósum breiðstrætisins. Mikilvægara er að nýta orku Íslendinga til hagsældar heima fyrir. Orkusala með streng til Evrópu er í raun galin hugmynd í samanburði. Hvenær fer að bóla á „hinu nýja Íslandi" í draumi athafnamannsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þær eru margvíslegar draumfarirnar um bissness og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Einn sérkennilegasti draumurinn er að flytja út rafmagn frá Íslandi til Evrópu með streng. Seint verður sú hugmynd talin meðal þeirra vænlegustu til að stuðla að aukinni hagsæld á Íslandi. Fyrir því eru nokkrar ástæður og sem dæmi má nefna: 1. Það er afskaplega úreltur hugsunarháttur að flytja út auðlindir landsins í heildsölu með þessum hætti í stað þess að nýta orkuna til að auðga atvinnulífið heima fyrir. Nýlendutíminn er liðinn – er það ekki? 2. Við samtengingu íslenska kerfisins við Evrópumarkað verða íslenskir neytendur í samkeppni á Evrópumarkaði um rafmagnið: rafmagn til almennings á Íslandi hækkar því verulega í kjölfarið: lífskjör þorra fólks munu beinlínis versna. Það er nú varla göfugt markmið? 3. Mikil orka tapast við orkuflutning með þessum hætti. Það er ekki í anda nútímans, þegar mikilvægast er að draga úr orkusóun, að tapa stórum hluta orkuframleiðslunnar við flutning hennar. Skynsamlega er að nýta hana með öðrum hætti nærri framleiðslustaðnum. 4. Það er staðreynd að sú orka sem menn ásælast í þessum tilgangi er einfaldlega ekki til. Síðasta mögulega vatnsaflsvirkjunin af stærðargráðu Þjórsárvirkjana er Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Óljósara er um mögulega orku háhitavirkjana, en þó augljóst að sátt getur aldrei náðst um að flytja rafmagnið út, til þess er umhverfiskostnaður á háhitasvæðum allt of hár. Þessi orkuskortur er vitaskuld nokkuð alvarlegur hængur á ráðagerðinni. 5. Jarðefnaeldsneyti verður æ dýrara eftir því sem gengur á forðann á heimsvísu. En eftirspurnin vex örum skrefum. Um leið margfaldast mikilvægi annarra orkugjafa. Rafmagn verður mögulega raunhæfur kostur í samgöngum, fljótlega á bílaflotann og síðar til að mæta orkuþörf skipastólsins í einhverjum mæli. Íslendingar þurfa að eiga sinn forða til að nýta í samgöngum eftir því sem þessari þróun fleygir fram. Það er vitaskuld mun betri kostur en sala með „hundi" til Evrópu. 6. Með hækkandi orkuverði opnast sífellt nýir og fjölbreyttari möguleikar til nýtingar á orku á Íslandi og um leið eykst framleiðni orkusölunnar til handa íbúum landsins. Sala á orkunni með streng til Evrópu eyðileggur beinlínis slíka möguleika. Svona eins og að flýta sér að losa sig við timbrið áður en byrjað er að reisa húsið. Hefur það verið gert áður? Sú orka sem unnt væri að flytja til Evrópu er svo lítil að hún skiptir engu fyrir markaðinn í Evrópu. Eins konar kertaljós er tírir á undir flóðljósum breiðstrætisins. Mikilvægara er að nýta orku Íslendinga til hagsældar heima fyrir. Orkusala með streng til Evrópu er í raun galin hugmynd í samanburði. Hvenær fer að bóla á „hinu nýja Íslandi" í draumi athafnamannsins?
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun