Íslenski boltinn

Ingólfur á leið frá Lyngby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingólfur Sigurðsson er á leið frá danska liðinu Lyngby samkvæmt heimildum Vísis. Hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan í upphafi ársins en þá skrifaði hann undir þriggja ára samning.

Ingólfur hefur ekki spilað með aðalliði félagsins en á síðasta tímabili lék hann lengst af með Val í Pepsi-deild karla eftir að hafa hafið tímabilið í herbúðum KR.

Þessi nítján ára framherji var einnig í herbúðum Heerenveen á sínum tíma en alls á hann að baki átján leiki í deild og bikar með KR og Val og skorað í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×