Brjálað veður gengur nú yfir Vesturlandið og hefur lögreglan á Suðurnesjum fengið eina tilkynningu þess efnis að þakplötur séu að losna af húsum. Björgunarsveitin var send á staðinn til að kíkja á aðstæður.
Á Ísafirði er einnig mjög slæmt veður og mikið rok en engar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar.
Lögreglan vill hvetja íbúa til festa allt lauslegt niður, svo sem útigrill og trampolí - en algengt er að fólk gæti ekki að því að festa trampólín niður í óveðrum sem hafa gengið yfir landið, að sögn varðstjóra.
Brjálað veður - festið trampolínin niður
