Lífið

Heiðraður á Bafta-hátíð

Martin Scorsese fær Bafta-heiðursverðlaun í næsta mánuði.
Martin Scorsese fær Bafta-heiðursverðlaun í næsta mánuði.
Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin.

Formaður dómnefndarinnar sagði Scorsese goðsögn í lifanda lífi sem hafi veitt ungum leikstjórum mikinn innblástur. Síðasta mynd Scorsese, Hugo, hefur fengið mjög góðar viðtökur. Fleiri myndir á ferilsskrá hans eru Taxi Driver, Goodfellas og The Departed sem hann fékk Óskarinn fyrir 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.