Íslenski boltinn

Guðmundur: Ekkert slitið og ekkert rifið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Steinarsson segir of snemmt að staðhæfa nokkuð um að hans knattspyrnuferli kunni að vera lokið, þó svo að hann útiloki ekkert um framhaldið.

Guðmundur fór meiddur af velli þegar að Keflavík tapaði fyrir Breiðabliki í næstsíðustu umferð Pepsi-deild karla í gær.

„Ég hef nú ekki enn komist í hendur sjúkraþjálfara og mun þetta því koma betur í ljós síðar," sagði Guðmundur en hann meiddist á hné.

„Það er þó ekkert slitið og ekkert rifið. Hnéð er bólgið og marið eins og er og spurning hversu langan tíma ég þarf til að ná þessu úr mér."

Hann segist ekkert hafa velt framtíðinni fyrir sér og því óvíst hvað tekur við á hans knattspyrnuferli. „Það var alveg eins inn í myndinni að hætta eins og allt annað. Ég mun bara sjá til hvernig mér líður í vetur og taka ákvörðun þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×