Fótbolti

Capello gerði risasamning við Rússa

Fabio Capello fær 3 milljarða kr. í laun á næstu tveimur árum hjá rússneska knattspyrnusambandinu.
Fabio Capello fær 3 milljarða kr. í laun á næstu tveimur árum hjá rússneska knattspyrnusambandinu. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello gerði risasamning við knattspyrnusamband Rússland en hann mun stýra karlalandsliði Rússa næstu misserin. Hinn 66 ára gamli Ítali gerði tveggja ára samning við Rússa sem tryggir honum rétt um 3 milljarða kr. í laun á tímabilinu.

Capello sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Englendinga fyrir fimm mánuðum en hann taldi að hann nyti ekki lengur trausts hjá stjórn enska knattspyrnusambandsins.

Capello var einnig með risasamning við enska knattspyrnusambandið en árslaun hans þar voru um 1,2 milljarðar kr. eða rétt um 100 milljónir kr. á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×