Erlent

Tungumálunum fækkaði um eitt

Bobby Hogg.
Bobby Hogg. mynd/AFP
Bobby Hogg, verkfræðingur frá Skotlandi er látinn 92 ára að aldri. Það sem gerir andlát hans fréttnæmt er að hann var sá síðasti sem talaði sérstaka skoska mállýsku sem kennd er við Cromarty fiskimenn.

Mállýskan er nú útdauð og hefur fréttastofa CNN eftir sérfræðing í málfræði við Háskólanum í Aberdeen að þetta sé fyrsta sérstaka mállýska skoskunnar til að hverfa.

Þar með hafi enn fækkað í litrófi tungumála jarðarbúa. Segir í fréttinni að talið sé að 6000 til 7000 tungumál séu töluð í heiminum en af þeim fækki um eitt á tveggja vikna fresti.

Hægt er að sjá Bobby Hogg, eignkonu hans og börn syngja á cromarty-mállýskunni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×