Fótbolti

Eiður skoraði í sínum fyrsta leik með Cercle Brugge

Það tók Eið Smára Guðjohnsen aðeins fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir belgíska liðið Cercle Brugge sem hann samdi við á dögunum.

Eiður byrjaði leikinn gegn Zulte-Waregem á bekknum en kom inn á 67. mínútu og var búinn að skora úr víti fimm mínútum síðar.

Því miður fyrir Cercle dugði mark Eiðs ekki til því Zulte vann leikinn, 3-1.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Cercle en Ólafur Ingi Skúlason sat allan tímann á bekknum hjá Zule-Waregem.

Cercle er á botni deildarinnar en Zulte er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×