Fótbolti

Tvö mörk Alfreðs dugðu ekki til sigurs

Alfreð fagnar.
Alfreð fagnar.
Það er ekkert lát á góðu gengi framherjans Alfreðs Finnbogasonar en hann skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Heerenveen, í kvöld er það gerði 3-3 jafntefli við Vitesse.

Alfreð kom Heerenveen í 0-1 og svo aftur í 1-2. Mörkin hans dugðu því miður ekki til að þessu sinni en Alfreð fór svo af velli átta mínútum fyrir leikslok.

Heerenveen er í þrettánda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×