Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2012 06:00 Emil er tæplega 190 sentimetrar á hæð og afar sterkur skallamaður. Mynd/Vilhelm Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum," sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla," sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn." Þessi skemmtilegi knattspyrnumaður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH," sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta." Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna." Emil nemur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræðipróf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undirbúning fyrir prófið en að spila knattspyrnuleik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum," sagði Hafnfirðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira