Hlaupakonan magnaða, Aníta Hinriksdóttir, bætti enn á ný Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna á HM 19 ára og yngri í Barcelona.
Aníta kom í mark á 2:03,15 mínútum og bætti tímann frá því í gær um 1,59 sekúndur. Hún varð önnur í sínum riðli. Aftur var það Jessica Judd frá Bretlandi sem var með besta tímann, 2:02,30 mín.
Úrslitahlaupið fer fram annað kvöld kl. 19:15 en af þeim 44 stúlkum sem hófu keppni í gær komast átta áfram í úrslit og er Aníta með sjöunda besta tíma þeirra.
Í gær bættu sex stúlkur af 44 sinn besta tíma og ein sinn ársbesta tíma. Í morgun bættu 10 stúlkur sinn besta tíma sem segir mikið um gæði hlaupsins. Stórkostlegir tímar hjá þessum ungu stúlkum.
Sindri Lárusson keppti í kúluvarpi hann kastaði lengst 16.82 metra en það dugði honum ekki til að komast í úrslit.
Aftur Íslandsmet hjá Anítu | Komin í úrslit
