Innlent

Almannavarnir: Allt bendir til þess að flugvélin geti lent eðlilega

Slökkviliðsbílar við flugvöllinn.
Slökkviliðsbílar við flugvöllinn.
Búið er að skoða hjólabúnað flugvélarinnar samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Allt bendir til að vélin geti lent á eðlilegan hátt. Enn er þó verið að eyða eldsneyti til að létta vélina fyrir lendingu sem er áætluð kl. 20:35.

Aðstandendum er bent á að hringja í síma 1717 til að afla frekari upplýsinga en ekki í 112.

Við flugtak flugvélar Icelandair nú síðdegis féll eitt af fjórum hjólum úr aftara hjólastelli. Flugvélinni var snúið við til lendingar á Keflavíkurflugvelli og flugslysaáætlun vallarins virkjuð. Flugvélin hefur sveimað um í nágrenni Keflavíkurflugvallar til að eyða eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×