Innlent

Framsóknarmaður sat nær alla nefndarfundi

Birkir Jón: Framsókn mætti á 36 af 42 fundum efnahags- og viðskiptanefndar.
Birkir Jón: Framsókn mætti á 36 af 42 fundum efnahags- og viðskiptanefndar.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, um fundasókn alþingismanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, var sagt að Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, hefði frá áramótum setið 16 af 42 fundum en kallað inn varamann 8 sinnum. Vegna þessa vill Birkir Jón að fram komi að fundargerðir nefndarinnar sýni að fulltrúi Framsóknarflokksins hafi setið 36 fundi af þessum 42, en ekki 24 fundi. Varamaður hafi því komið inn 20 sinnum.

"Ástæða þess að varamenn hafa sótt fundi nefndarinnar eru aðallega tvær," segir Birkir Jón.

"Af persónulegum ástæðum þurfti ég að kalla inn varamann á Alþingi um skeið og hins vegar var verkaskipting innan þingflokksins þannig að Eygló Harðardóttir sótti alla fundi um afnám eða minna vægi verðtryggingar í íslensku samfélagi," segir Birkir Jón.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×