Umfjöllun, viðtöl og einkunnir : ÍA - Fram 0-1 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 23. september 2012 15:30 Mynd/Daníel Leikmenn Fram fögnuðu gríðarlega þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka á Akranesvelli í dag þar sem liðin áttust við í næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. 1-0 sigur Fram var síst of stór en Skagamenn sóttu hart að marki Fram á lokakaflanum þar sem að Ögmundur Kristinsson markvörður Fram bjargaði hvað eftir annað með stórkostlegri markvörslu. Fram sótti gegn sterkum vindi í fyrri hálfleik og þeir voru mun líklegri til þess að skora. Framarar fengu fín færi til þess að koma boltanum í netið en þeir fóru illa með færin sín. Sam Tillen skoraði eina mark leiksins en Framliðið fékk mörg færi til þess að bæta við mörkum og Almarr Ormarsson skaut m.a. framhjá úr vítaspyrnu sem hann tók í síðari hálfleik. Skagamenn voru langt frá sínu besta og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að liðið náði betri tökum á sóknarleiknum. Liðið er sem stendur í 7. sæti en liðið hefur aðeins fengið 1 stig í síðustu þremur leikjum. Leikmenn Fram börðust eins og ljón fyrir þessum sigri – sem var sanngjarn. Þeir lögðu allt í sölurnar og uppskáru eftir því.Páll Gísli er svekktur með stöðu liðsins „Ég er svekktur og alls ekki sáttur við stöðuna á liðinu núna. Við höfum fengið nokkra sénsa til þess að stimpla okkur inn á meðal efstu liða deildarinnar. Það hefur ekki gengið eftir og ég er ekki í þessu til þess að enda í 8. eða 9. sæti,“ sagði Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA. „Það er eins og of margir leikmenn í liðinu hafi ekki sjálfstraust til þess að stíga upp í svona leikjum,“ bætti hann við.Ögmundur: Gaman þegar vel gengur „Það er gaman þegar vel gengur og ég hafði nóg að gera þarna undir lokinn,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram en hann bjargaði liðinu með frábærri markvörslu á lokakaflanum í 1-0 sigri liðsins gegn ÍA í dag. „Við höfðum bara eitt markmið – að vinna leikinn. Það tókst en það stóð tæpt undir lokinn. Við vorum betra liðið í þessum leik og áttum skilið að fara með stigin þrjú,“ sagði ÖgmundurÞorvaldur: Fengum færin til að gera út um þetta „Við fengum færin í þessum leik til þess að gera út um þetta. Ég held að 3-0 sigur hefði ekki verið óeðlilegt miðað við öll færin sem við fengum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram í leikslok. „Það fór aðeins um mig þarna undir lok leiksins þar sem að Ögmundur bjargaði málunum í markinu – en við þurfum að nýta færin betur til þess að komast hjá því að lenda í svona stöðum leik eftir leik. Það er engin regla hjá mér hver á taka vítin, sá sem telur sig getað skorað tekur bara ákvörðunina sjálfur,“ sagði Þorvaldur en Framliðið hefur ekki náð að skora úr vítaspyrnum í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Við þurfum að halda einbeitingunni fyrir lokaumferðina og eins og ÍA er að spila núna þá getum við ekki stólað á að þeir vinni Selfoss í síðasta leiknum,“ sagði Þorvaldur. „Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur. Við vorum slakir og ég er ósáttur við leik liðsins,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Leikmenn Fram fögnuðu gríðarlega þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka á Akranesvelli í dag þar sem liðin áttust við í næst síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. 1-0 sigur Fram var síst of stór en Skagamenn sóttu hart að marki Fram á lokakaflanum þar sem að Ögmundur Kristinsson markvörður Fram bjargaði hvað eftir annað með stórkostlegri markvörslu. Fram sótti gegn sterkum vindi í fyrri hálfleik og þeir voru mun líklegri til þess að skora. Framarar fengu fín færi til þess að koma boltanum í netið en þeir fóru illa með færin sín. Sam Tillen skoraði eina mark leiksins en Framliðið fékk mörg færi til þess að bæta við mörkum og Almarr Ormarsson skaut m.a. framhjá úr vítaspyrnu sem hann tók í síðari hálfleik. Skagamenn voru langt frá sínu besta og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að liðið náði betri tökum á sóknarleiknum. Liðið er sem stendur í 7. sæti en liðið hefur aðeins fengið 1 stig í síðustu þremur leikjum. Leikmenn Fram börðust eins og ljón fyrir þessum sigri – sem var sanngjarn. Þeir lögðu allt í sölurnar og uppskáru eftir því.Páll Gísli er svekktur með stöðu liðsins „Ég er svekktur og alls ekki sáttur við stöðuna á liðinu núna. Við höfum fengið nokkra sénsa til þess að stimpla okkur inn á meðal efstu liða deildarinnar. Það hefur ekki gengið eftir og ég er ekki í þessu til þess að enda í 8. eða 9. sæti,“ sagði Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA. „Það er eins og of margir leikmenn í liðinu hafi ekki sjálfstraust til þess að stíga upp í svona leikjum,“ bætti hann við.Ögmundur: Gaman þegar vel gengur „Það er gaman þegar vel gengur og ég hafði nóg að gera þarna undir lokinn,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram en hann bjargaði liðinu með frábærri markvörslu á lokakaflanum í 1-0 sigri liðsins gegn ÍA í dag. „Við höfðum bara eitt markmið – að vinna leikinn. Það tókst en það stóð tæpt undir lokinn. Við vorum betra liðið í þessum leik og áttum skilið að fara með stigin þrjú,“ sagði ÖgmundurÞorvaldur: Fengum færin til að gera út um þetta „Við fengum færin í þessum leik til þess að gera út um þetta. Ég held að 3-0 sigur hefði ekki verið óeðlilegt miðað við öll færin sem við fengum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram í leikslok. „Það fór aðeins um mig þarna undir lok leiksins þar sem að Ögmundur bjargaði málunum í markinu – en við þurfum að nýta færin betur til þess að komast hjá því að lenda í svona stöðum leik eftir leik. Það er engin regla hjá mér hver á taka vítin, sá sem telur sig getað skorað tekur bara ákvörðunina sjálfur,“ sagði Þorvaldur en Framliðið hefur ekki náð að skora úr vítaspyrnum í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Við þurfum að halda einbeitingunni fyrir lokaumferðina og eins og ÍA er að spila núna þá getum við ekki stólað á að þeir vinni Selfoss í síðasta leiknum,“ sagði Þorvaldur. „Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur. Við vorum slakir og ég er ósáttur við leik liðsins,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira