Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Selfoss 4-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. september 2012 15:15 Mynd/Daníel Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti Pepsí deildarinnar með 4-2 sigri á Selfossi. Stjarnan mætir því Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti í loka umferðinni en Selfoss þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni þar sem liðið er þremur stigum á eftir Fram og með mun lakari markatölu. Leikurinn var bráð fjörugur og fór vel af stað. Stjörnumenn voru sterkari frá byrjun en Selfoss náði samt að skora fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Það tók Garðar Jóhannsson aðeins sjö mínútur að jafna metin fyrir Stjörnuna og tíu mínútum síðar kom hann heimamönnum yfir. Þrátt fyrir að ógna lítið fram að við síðustu mínútur fyrri hálfleiks náði Selfoss að jafna metin með snotru marki með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Allan kraft vantaði í lið Selfoss og leit liðið ekki út eins og lið sem þurfti sárlega á sigri að halda í fallbaráttunni. Liðið var aldrei líklegt til að komast yfir á ný og eftir að Stjarnan skoraði á ný á 61. mínútu var ekki aftur snúið og Stjarnan bætti fjórða markinu við tíu mínútum síðar. Selfoss er í næst neðsta sæti, þremur stigum á eftir Fram og með 12 mörk í mínus. Fram er með sex mörk í mínus og þarf Selfoss því að vinna stóran sigur á ÍA í loka umferðinni og treysta á að Fram taki stórt fyrir ÍBV sem þegar hefur tryggt sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir ÍBV og með stigi meira en Breiðablik en Stjarnan sækir Breiðblik heim í síðustu umferðinni í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti. Bjarni: Verðum að búa eitthvað til í þessu móti„Þetta var fínn leikur af okkar hálfur. Sóknarleikurinn var mjög nettur og lipur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur þessi mörk. Þau voru slysaleg, sérstaklega vítið sem skrifast á einbeitingarleysi," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok sem hlakkar til úrslitaleiks gegn Breiðabliki um næstu helgi „Það verður að búa til eitthvað í þessu. Þetta mót er fyrir löngu búið. Ég verð mjög ánægður með tímabilið ef við náum Evrópusætinu. Spilamennskan hefur verið frábær hjá liðinu. við höfum skorað yfir 40 mörk, fjórða tímabilið í röð en við eigum enn í vandræðum með að fá okkur mörk sem er óþarfi. „Mér finnst liðið hafa bætt sig mikið frá því í fyrra. Það er meiri reisn yfir liðinu en stundum dugar það ekki. „Selfoss liðið fór of seint í gang. Mér finnst gott lið vera að fara niður. Það er eftirsjá af þeim. Það hefur verið flott uppbygging á fótboltanum á Selfossi. Bæði liðið og umgjörðin er orðin ein sú albesta. Þeir verða reynslunni ríkari og halda áfram að byggja upp gott fótboltalið," sagði Bjarni um andstæðing dagsins að lokum. Logi: Höldum áfram á meðan það er tölfræðilegur möguleiki„Á meðan það er enn tölfræðilegur möguleiki á að halda sætinu í deildinni þá höldum við áfram. Útlitið er dökkt,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss. „Við vorum ekki eins góðir og við höfum verið í undanförnum leikjum. Við trúðum að þegar við náðum að jafna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að við myndum geta nýtt það eins og við gerðum á móti Keflavík á dögunum. Það var ekki. Við vorum á eftir í öllum atriðum. „Það slitnaði allt og mikið í sundur hjá okkur liðið. Við ætluðum að liggja aftarlega á vellinum og láta þá koma. Við byrjuðum vel og komumst í 1-0 en við sofnum algjörlega á verðinum. Mörk númer tvö og þrjú drepa okkur í þessum leik. „Við fórum seint í gang en þetta er rifið frá okkur á móti Fylki í leiknum uppi í Árbæ. Ef við líkjum þessu við einn fótboltaleik, staðan er kannski 0-0 og þú klikkar á dauðafæri í lokin. Þetta er svipað, í þessu langa hlaupi sem þetta mót er þá er þetta rifið frá okkur með rangri brottvísun. „Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki þá höldum við áfram. Ef niðurstaðan verður þessi að við þurfum að kveðja deildina þá gerum við það með sóma,“ sagði Logi Ólafsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti Pepsí deildarinnar með 4-2 sigri á Selfossi. Stjarnan mætir því Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti í loka umferðinni en Selfoss þarf á kraftaverki að halda í síðustu umferðinni þar sem liðið er þremur stigum á eftir Fram og með mun lakari markatölu. Leikurinn var bráð fjörugur og fór vel af stað. Stjörnumenn voru sterkari frá byrjun en Selfoss náði samt að skora fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Það tók Garðar Jóhannsson aðeins sjö mínútur að jafna metin fyrir Stjörnuna og tíu mínútum síðar kom hann heimamönnum yfir. Þrátt fyrir að ógna lítið fram að við síðustu mínútur fyrri hálfleiks náði Selfoss að jafna metin með snotru marki með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Allan kraft vantaði í lið Selfoss og leit liðið ekki út eins og lið sem þurfti sárlega á sigri að halda í fallbaráttunni. Liðið var aldrei líklegt til að komast yfir á ný og eftir að Stjarnan skoraði á ný á 61. mínútu var ekki aftur snúið og Stjarnan bætti fjórða markinu við tíu mínútum síðar. Selfoss er í næst neðsta sæti, þremur stigum á eftir Fram og með 12 mörk í mínus. Fram er með sex mörk í mínus og þarf Selfoss því að vinna stóran sigur á ÍA í loka umferðinni og treysta á að Fram taki stórt fyrir ÍBV sem þegar hefur tryggt sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir ÍBV og með stigi meira en Breiðablik en Stjarnan sækir Breiðblik heim í síðustu umferðinni í hreinum úrslitaleik um Evrópusæti. Bjarni: Verðum að búa eitthvað til í þessu móti„Þetta var fínn leikur af okkar hálfur. Sóknarleikurinn var mjög nettur og lipur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur þessi mörk. Þau voru slysaleg, sérstaklega vítið sem skrifast á einbeitingarleysi," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok sem hlakkar til úrslitaleiks gegn Breiðabliki um næstu helgi „Það verður að búa til eitthvað í þessu. Þetta mót er fyrir löngu búið. Ég verð mjög ánægður með tímabilið ef við náum Evrópusætinu. Spilamennskan hefur verið frábær hjá liðinu. við höfum skorað yfir 40 mörk, fjórða tímabilið í röð en við eigum enn í vandræðum með að fá okkur mörk sem er óþarfi. „Mér finnst liðið hafa bætt sig mikið frá því í fyrra. Það er meiri reisn yfir liðinu en stundum dugar það ekki. „Selfoss liðið fór of seint í gang. Mér finnst gott lið vera að fara niður. Það er eftirsjá af þeim. Það hefur verið flott uppbygging á fótboltanum á Selfossi. Bæði liðið og umgjörðin er orðin ein sú albesta. Þeir verða reynslunni ríkari og halda áfram að byggja upp gott fótboltalið," sagði Bjarni um andstæðing dagsins að lokum. Logi: Höldum áfram á meðan það er tölfræðilegur möguleiki„Á meðan það er enn tölfræðilegur möguleiki á að halda sætinu í deildinni þá höldum við áfram. Útlitið er dökkt,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss. „Við vorum ekki eins góðir og við höfum verið í undanförnum leikjum. Við trúðum að þegar við náðum að jafna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að við myndum geta nýtt það eins og við gerðum á móti Keflavík á dögunum. Það var ekki. Við vorum á eftir í öllum atriðum. „Það slitnaði allt og mikið í sundur hjá okkur liðið. Við ætluðum að liggja aftarlega á vellinum og láta þá koma. Við byrjuðum vel og komumst í 1-0 en við sofnum algjörlega á verðinum. Mörk númer tvö og þrjú drepa okkur í þessum leik. „Við fórum seint í gang en þetta er rifið frá okkur á móti Fylki í leiknum uppi í Árbæ. Ef við líkjum þessu við einn fótboltaleik, staðan er kannski 0-0 og þú klikkar á dauðafæri í lokin. Þetta er svipað, í þessu langa hlaupi sem þetta mót er þá er þetta rifið frá okkur með rangri brottvísun. „Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki þá höldum við áfram. Ef niðurstaðan verður þessi að við þurfum að kveðja deildina þá gerum við það með sóma,“ sagði Logi Ólafsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira