Innlent

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga í burðarliðnum

BBI skrifar
Mynd/GVA
Stofnfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn í næstu viku. Samtökin verða bandalag þeirra sveitarfélaga sem eiga mesta hagsmuna að gæta í sjávariðnaði.

Frá þessu er greint á vefsíðunni bb.is en þar kemur fram að tilefni samtakanna sé þær breytingar sem verið er að gera á umgjörð sjávarútvegsins. Samtökin eiga að tryggja fólki í sjávarbyggðum rétta hlutdeild í veiðigjaldinu sem tekið er af útgerðinni og vonast stofnendur til að samtökin verði öflug og hafi áhrif á umgjörð sjávarútvegsins í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×