Íslenski boltinn

Selfyssingar máttu ekki við því að tapa í Garðabænum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Stjörnumenn fóru langt með það að fella Selfyssinga á teppinu í Garðabænum í 21. umferð Pepsi-deild karla í dag. Stjarnan tryggði sér aftur á móti úrslitaleik á móti Blikum í lokumferðinni þar sem spilað verður upp á sæti í Evrópukeppninni.

Selfyssingar komust yfir í 1-0 og náðu að jafna leikinn í 2-2 en þeir þurftu nauðsynlega á stigi að halda til að eiga raunhæfa möguleika á því að bjarga sér frá falli. Fram hefur þriggja stiga forskot á Selfoss auk þess að vera með sex marka forskot í markatölu. Útlitið er því svart hjá Selfossliðinu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Stjörnunnar og Selfoss á Samsung vellinum í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×