Fótbolti

PSG vill kaupa Suarez og Higuain

Luis Suarez.
Luis Suarez.
Eins og flestir ættu að vita ætlar hinir moldríku eigendur PSG í Frakklandi sér stóra hluti. Þeir hafa nú sett sér það markmið að kaupa Luis Suarez frá Liverpool og Gonzalo Higuain frá Real Madrid.

Eigendurnir ríku koma frá Katar og ætla sér að gera PSG að einu stærsta liði Evrópu. Það mun kosta umtalsverða jármuni. Liðið er í efsta sæti í Frakklandi og mun fara í Meistaradeildina á næstu tímabili.

"Við erum þegar farnir að horfa á markaðinn fyrir næsta tímabil. Við erum með ákveðna menn í sigtinu. Það er satt að við viljum fá Suarez og Higuain," sagði Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG.

"Við viljum vinna Meistaradeildina sem fyrst og finna hinn nýja Lionel Messi. Við vitum að við verðum að eyða miklum peningum og viljum helst gera það sem fyrst. Við munum eyða mikið á næstu 5-6 árum og svo munum við slaka á útgjöldunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×