Innlent

Lögreglan þurfti að nota piparúða í ólátum við Ránargötu

Snemma í morgun var lögreglunni tilkynnt um mikil læti í íbúð við Ránargötu. Þar hafði verið gengið í skrokk á manni og voru gerendur tveir, annar var horfinn af vettvangi er lögregla kom en hinn var handtekinn.

Vegna ástandsins á vettvangi þurfti lögregla að beita varnarúða til að ná tökum á vettvangi. Sá er ráðist var á var fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðsl eru talin minniháttar. Sá sem var handtekinn var vistaður í fangaklefa og verður rætt við hann þegar af honum rennur en hann var mjög undir áhrifum áfengið og/eða fíkniefna.

Rétt eftir klukkan átta var lögregla svo kölluð að húsi við Sæbólsbraut vegna þjófnaðar. Þar hafði garðhúsgögnum og skreytingum verið stolið að sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×