Ragna: Í besta formi lífs míns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2012 10:00 Ragna er hér með þjálfara sínum, Jónasi Huang, eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún myndi keppa á Ólympíuleikunum í sumar. fréttablaðið/valli Ragna Ingólfsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en í upphafi mánaðarins fékk hún endanlega staðfest að hún væri ein þeirra sem hefðu unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Að baki er fjögurra ára barátta frá síðustu leikum en hún stefnir að því að gera betur en í Peking, þar sem hún þurfti að hætta í miðjum leik vegna meiðsla. „Ég var að keppa við japanska stelpu fyrir framan 50 þúsund öskrandi áhorfendur. Það voru mikil læti og spennan var mikil," rifjar Ragna upp. „Í leiknum fannst mér ég aldrei ná að sýna mitt rétta andlit eða hvernig leikmaður ég væri. Svo þegar leikurinn var í raun að klárast þá gaf hnéð sig endanlega og ég þurfti að hætta," sagði Ragna sem hafði þá spilað með slitið krossband í hné í nokkurn tíma. Sjálfsörugg og líður velRagna þurfti ár til að jafna sig eftir aðgerð en hefur nú náð fyrri styrk og gott betur. „Í raun finnst mér ég vera í besta formi lífs míns. Badmintonspilarar eru yfirleitt að toppa við 28-30 ára aldurinn og ég er 29 ára gömul. Ég er sjálfsörugg á velli, líður vel og er meiðslalaus." Ragna er ein 46 keppenda í einliðaleik kvenna á leikunum í sumar en allt miðaðist við að ná sem bestu stöðu á heimslistanum sem gefinn var út 3. maí. Keppendur höfðu eitt ár til að safna stigum á listann með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á þessu ári fór Ragna á sautján mót í fjórtán löndum og var utan í samtals 76 daga. Reyndar var hún í 72. sæti heimslistans en þar sem hvert land má aðeins senda þrjá keppendur á leikana í hverri grein færðist Ragna nógu ofarlega á listann til að komast inn. Hún var í 37. sæti af þeim 46 sem fengu boð. Keppendum verður skipt í sextán riðla og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Sigurvegarar riðlanna komast í 16-liða úrslit en áður hefur aðeins verið keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Það er því langlíklegast að Ragna fái minnst tvo leiki á leikunum í sumar. Vil ná mínu besta framHún á þó erfitt með að setja sér markmið þar sem hún veit ekki hverjum hún muni mæta. Mótaskráin verður ekki gefin út fyrr en viku fyrir leikana. „Í Peking mætti ég stelpu sem var númer ellefu á heimslistanum og var töluverður getumunur á okkur. Það var því mjög erfitt að byggja sig upp fyrir það," sagði Ragna. „Í þetta sinn þarf ég ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir mér. Það væri gaman að vinna leik og ég yrði mjög ánægð með það. En mér myndi líka líða vel ef mér tækist að ná mínu besta og sýna umheiminum hvernig leikmaður ég er." Facebook-færsla breytti ölluViðtal sem birtist við Rögnu í Fréttablaðinu þann 8. desember síðastliðinn vakti mikla athygli. Þar lýsti hún óánægju með hvernig hlúð væri að íslensku afreksíþróttafólki. „Þetta breytti þvílíkt miklu," segir hún. „Þetta byrjaði allt sem færsla á Facebook-síðunni minni og sem betur fer var ég með fréttamenn á vinalistanum sem varð til þess að þetta barst út. Þetta varð til þess að ég fékk mikinn stuðning, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, og þetta kom öðrum íþróttamönnum líka til góða." Ragna lýsti því í viðtalinu að íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Hún segir að það sé enn mikið verk að vinna í þessum efnum. „Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki." Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en í upphafi mánaðarins fékk hún endanlega staðfest að hún væri ein þeirra sem hefðu unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Að baki er fjögurra ára barátta frá síðustu leikum en hún stefnir að því að gera betur en í Peking, þar sem hún þurfti að hætta í miðjum leik vegna meiðsla. „Ég var að keppa við japanska stelpu fyrir framan 50 þúsund öskrandi áhorfendur. Það voru mikil læti og spennan var mikil," rifjar Ragna upp. „Í leiknum fannst mér ég aldrei ná að sýna mitt rétta andlit eða hvernig leikmaður ég væri. Svo þegar leikurinn var í raun að klárast þá gaf hnéð sig endanlega og ég þurfti að hætta," sagði Ragna sem hafði þá spilað með slitið krossband í hné í nokkurn tíma. Sjálfsörugg og líður velRagna þurfti ár til að jafna sig eftir aðgerð en hefur nú náð fyrri styrk og gott betur. „Í raun finnst mér ég vera í besta formi lífs míns. Badmintonspilarar eru yfirleitt að toppa við 28-30 ára aldurinn og ég er 29 ára gömul. Ég er sjálfsörugg á velli, líður vel og er meiðslalaus." Ragna er ein 46 keppenda í einliðaleik kvenna á leikunum í sumar en allt miðaðist við að ná sem bestu stöðu á heimslistanum sem gefinn var út 3. maí. Keppendur höfðu eitt ár til að safna stigum á listann með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á þessu ári fór Ragna á sautján mót í fjórtán löndum og var utan í samtals 76 daga. Reyndar var hún í 72. sæti heimslistans en þar sem hvert land má aðeins senda þrjá keppendur á leikana í hverri grein færðist Ragna nógu ofarlega á listann til að komast inn. Hún var í 37. sæti af þeim 46 sem fengu boð. Keppendum verður skipt í sextán riðla og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Sigurvegarar riðlanna komast í 16-liða úrslit en áður hefur aðeins verið keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Það er því langlíklegast að Ragna fái minnst tvo leiki á leikunum í sumar. Vil ná mínu besta framHún á þó erfitt með að setja sér markmið þar sem hún veit ekki hverjum hún muni mæta. Mótaskráin verður ekki gefin út fyrr en viku fyrir leikana. „Í Peking mætti ég stelpu sem var númer ellefu á heimslistanum og var töluverður getumunur á okkur. Það var því mjög erfitt að byggja sig upp fyrir það," sagði Ragna. „Í þetta sinn þarf ég ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir mér. Það væri gaman að vinna leik og ég yrði mjög ánægð með það. En mér myndi líka líða vel ef mér tækist að ná mínu besta og sýna umheiminum hvernig leikmaður ég er." Facebook-færsla breytti ölluViðtal sem birtist við Rögnu í Fréttablaðinu þann 8. desember síðastliðinn vakti mikla athygli. Þar lýsti hún óánægju með hvernig hlúð væri að íslensku afreksíþróttafólki. „Þetta breytti þvílíkt miklu," segir hún. „Þetta byrjaði allt sem færsla á Facebook-síðunni minni og sem betur fer var ég með fréttamenn á vinalistanum sem varð til þess að þetta barst út. Þetta varð til þess að ég fékk mikinn stuðning, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, og þetta kom öðrum íþróttamönnum líka til góða." Ragna lýsti því í viðtalinu að íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Hún segir að það sé enn mikið verk að vinna í þessum efnum. „Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki."
Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira