Þriðju kappræður forsetaframbjóðendanna í beinni á Vísi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. október 2012 12:16 Kappræðurnar fara fram í Lynn-háskóla í Flórída. MYND/AFP Vísir sýnir beint frá þriðju og síðustu kappræðum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem fram fara klukkan eitt í Flórída í nótt. Fyrri einvígi frambjóðendanna eru einar eftirminnilegustu kappræður seinni tíma. Aðeins eru rúmar tvær vikur til kosninga en Bandaríkjamenn munu greiða atkvæði þann 6. nóvember næstkomandi. Eins og staðan er nú mælast frambjóðendurnir með jafnt fylgi á landsvísu. Utanríkismál verða til umræðu í Lynn-háskólanum í kvöld. Fundarstjóri verður Bob Schieffer, fréttamaður CBS. Hér fyrir neðan má sjá áætlað fylgi frambjóðendanna en einnig er hægt að velja hvert ríki fyrir sig til að sjá fjölda kjörmanna. Utanríkismál eru sannarlega umfjöllunarefni kvöldsins, engu að síður eru efnahagsvandamál Bandaríkjanna enn stærsta kosningamálið. Þannig munu Obama og Romney reyna eftir mesta megni að heimfæra utanríkismálin og það með vísunum í atvinnusköpun. Árásin á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í síðasta mánuði er enn mikið hitamál í Bandaríkjunum. Öryggismál eru sögð hafa verið í ólestri við skrifstofuna. Fjórir Bandaríkjamenn létu lífið í árásinni, þar á meðal Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu. Um tíma var óljóst hvort að atlagan að sendiráðinu hafði verið skipulögð af hryðjuverkasamtökum eða afleiðing fjölmennra mótmæla sem spruttu upp í kjölfar bandarískrar áróðursmyndar sem stefnt var gegn múslímum. Romney hefur ítrekað bent á að ríkisstjórn Obama hafi ekki verið samstíga í eftirköstum árásarinnar. Í síðustu kappræðum sótti Romney hart að Bandaríkjaforseta vegna málsins. Inngrip fundarstjóra í það skipti, þó umdeilt sé, sló Romney út af laginu og eru margir Repúblikanar á því að gagnrýni hans hafi verið réttmæt. Því mun árásin í Benghazi vafalaust verða fyrirferðamikil í Flórída í kvöld. Aftur á móti mun Obama saka Romney um að nýta harmleikinn í Benghazi sér til framdráttar. Þá mun hann þrýsta á Romney að útskýra hvernig hann hefði tekist á við Arabíska vorið sem forseti Bandaríkjanna. Sem fyrr verða málefni Íran til umfjöllunar. Bandaríska fréttablaðið The New York Times birti á dögunum umdeilda grein þar sem greint var frá fyrirhuguðum viðræðum yfirvalda í Bandaríkjunum og Íran vegna kjarnorkuáætlun þess síðarnefnda. Slíkar viðræður eru ekki á döfinni samkvæmt stjórn Obama. Romney hefur margoft lýst yfir stuðningi við utanríkisstefnu Ísrael og mögulegum hernaðaraðgerðum gegn Íran. Obama mun nýta sér öfgakennt orðalag Repúblikans um Íran og benda á þann gríðarlega kostnað sem fylgir mögulegum átökum við Íran. Þar að auki eru Bandaríkjamenn orðnir langþreyttir á sífelldu stríðsbrölti. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Vísir sýnir beint frá þriðju og síðustu kappræðum Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem fram fara klukkan eitt í Flórída í nótt. Fyrri einvígi frambjóðendanna eru einar eftirminnilegustu kappræður seinni tíma. Aðeins eru rúmar tvær vikur til kosninga en Bandaríkjamenn munu greiða atkvæði þann 6. nóvember næstkomandi. Eins og staðan er nú mælast frambjóðendurnir með jafnt fylgi á landsvísu. Utanríkismál verða til umræðu í Lynn-háskólanum í kvöld. Fundarstjóri verður Bob Schieffer, fréttamaður CBS. Hér fyrir neðan má sjá áætlað fylgi frambjóðendanna en einnig er hægt að velja hvert ríki fyrir sig til að sjá fjölda kjörmanna. Utanríkismál eru sannarlega umfjöllunarefni kvöldsins, engu að síður eru efnahagsvandamál Bandaríkjanna enn stærsta kosningamálið. Þannig munu Obama og Romney reyna eftir mesta megni að heimfæra utanríkismálin og það með vísunum í atvinnusköpun. Árásin á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í síðasta mánuði er enn mikið hitamál í Bandaríkjunum. Öryggismál eru sögð hafa verið í ólestri við skrifstofuna. Fjórir Bandaríkjamenn létu lífið í árásinni, þar á meðal Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu. Um tíma var óljóst hvort að atlagan að sendiráðinu hafði verið skipulögð af hryðjuverkasamtökum eða afleiðing fjölmennra mótmæla sem spruttu upp í kjölfar bandarískrar áróðursmyndar sem stefnt var gegn múslímum. Romney hefur ítrekað bent á að ríkisstjórn Obama hafi ekki verið samstíga í eftirköstum árásarinnar. Í síðustu kappræðum sótti Romney hart að Bandaríkjaforseta vegna málsins. Inngrip fundarstjóra í það skipti, þó umdeilt sé, sló Romney út af laginu og eru margir Repúblikanar á því að gagnrýni hans hafi verið réttmæt. Því mun árásin í Benghazi vafalaust verða fyrirferðamikil í Flórída í kvöld. Aftur á móti mun Obama saka Romney um að nýta harmleikinn í Benghazi sér til framdráttar. Þá mun hann þrýsta á Romney að útskýra hvernig hann hefði tekist á við Arabíska vorið sem forseti Bandaríkjanna. Sem fyrr verða málefni Íran til umfjöllunar. Bandaríska fréttablaðið The New York Times birti á dögunum umdeilda grein þar sem greint var frá fyrirhuguðum viðræðum yfirvalda í Bandaríkjunum og Íran vegna kjarnorkuáætlun þess síðarnefnda. Slíkar viðræður eru ekki á döfinni samkvæmt stjórn Obama. Romney hefur margoft lýst yfir stuðningi við utanríkisstefnu Ísrael og mögulegum hernaðaraðgerðum gegn Íran. Obama mun nýta sér öfgakennt orðalag Repúblikans um Íran og benda á þann gríðarlega kostnað sem fylgir mögulegum átökum við Íran. Þar að auki eru Bandaríkjamenn orðnir langþreyttir á sífelldu stríðsbrölti.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira