Blindir geta loks leikið eftir nótum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 20. september 2012 20:15 Blindir og sjónskertir Íslendingar geta nú með tilkomu nýrrar kennslubókar leikið tónlist eftir nótum, en þeir hafa hingað til þurft að reiða sig eingöngu á heyrnina í tónlistarnámi. Möguleikinn veitir frelsi segja höfundar bókarinnar. Tónlistarnám blindra og sjónskertra hefur fram að þessu verið ansi strembið enda hefur þessi hópur ekki getað reitt sig á nótur líkt og þeir sem sjá. „Þannig að allt sem viðkomandi lærði þurfti kennarinn að spila fyrir hann og það var oft tekið upp og farið með það heim og hlustað. Svolítið tímafrekt," segir Hlynur Þór Agnarson, tónlistarkennari. Eyþór og Hlynur tóku höndum saman og gáfu í gær út kennslubók í tónfræði og punktaletursnótum en þær hafa hingað til ekki verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þekkjast erlendis. Þeir félagar segjast hafa fundið fyrir feimni hjá íslenskum tónlistarkennurum gagnvart blindum nemendum og vona að nú verði breyting þar á. „Við vildum hafa þetta þannig að það þyrfti ekki bara að vera annað hvort ég eða Eyþór sem gæti kennt þetta heldur gæti í raun hvaða tónlistarkennari sem er með tónfræðiþekkingu kennt úr bókinni. Þess vegna ákváðum við að setja hana upp annars vegar sem punktaletursbók fyrir nemandann og svo sem venjulega svartletursbók með venjulegum nótum fyrir kennarann," segir Eyþór Kamban Þrastarson. „Þú getur verið að læra sjálfur á þínum eigin forsendum og hraða. Þú ert ekki háður neinum öðrum upp á það að geta hlustað á lagið eða fá einhverjar hugmyndir um það. Þetta er bara allt fyrir fram þig og þú sérð bara um þetta svolítið sjálfur. Þetta er náttúrulega rosalega mikið frelsi." Og þá er kannski líka auðveldara að semja tónlist? „Já, semja tónlist og skrifa hana niður svo hún sé aðgengileg öðrum. Sá möguleiki hefur ekki verið þannig séð til staðar hingað til." Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Blindir og sjónskertir Íslendingar geta nú með tilkomu nýrrar kennslubókar leikið tónlist eftir nótum, en þeir hafa hingað til þurft að reiða sig eingöngu á heyrnina í tónlistarnámi. Möguleikinn veitir frelsi segja höfundar bókarinnar. Tónlistarnám blindra og sjónskertra hefur fram að þessu verið ansi strembið enda hefur þessi hópur ekki getað reitt sig á nótur líkt og þeir sem sjá. „Þannig að allt sem viðkomandi lærði þurfti kennarinn að spila fyrir hann og það var oft tekið upp og farið með það heim og hlustað. Svolítið tímafrekt," segir Hlynur Þór Agnarson, tónlistarkennari. Eyþór og Hlynur tóku höndum saman og gáfu í gær út kennslubók í tónfræði og punktaletursnótum en þær hafa hingað til ekki verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þekkjast erlendis. Þeir félagar segjast hafa fundið fyrir feimni hjá íslenskum tónlistarkennurum gagnvart blindum nemendum og vona að nú verði breyting þar á. „Við vildum hafa þetta þannig að það þyrfti ekki bara að vera annað hvort ég eða Eyþór sem gæti kennt þetta heldur gæti í raun hvaða tónlistarkennari sem er með tónfræðiþekkingu kennt úr bókinni. Þess vegna ákváðum við að setja hana upp annars vegar sem punktaletursbók fyrir nemandann og svo sem venjulega svartletursbók með venjulegum nótum fyrir kennarann," segir Eyþór Kamban Þrastarson. „Þú getur verið að læra sjálfur á þínum eigin forsendum og hraða. Þú ert ekki háður neinum öðrum upp á það að geta hlustað á lagið eða fá einhverjar hugmyndir um það. Þetta er bara allt fyrir fram þig og þú sérð bara um þetta svolítið sjálfur. Þetta er náttúrulega rosalega mikið frelsi." Og þá er kannski líka auðveldara að semja tónlist? „Já, semja tónlist og skrifa hana niður svo hún sé aðgengileg öðrum. Sá möguleiki hefur ekki verið þannig séð til staðar hingað til."
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira