Blindir geta loks leikið eftir nótum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 20. september 2012 20:15 Blindir og sjónskertir Íslendingar geta nú með tilkomu nýrrar kennslubókar leikið tónlist eftir nótum, en þeir hafa hingað til þurft að reiða sig eingöngu á heyrnina í tónlistarnámi. Möguleikinn veitir frelsi segja höfundar bókarinnar. Tónlistarnám blindra og sjónskertra hefur fram að þessu verið ansi strembið enda hefur þessi hópur ekki getað reitt sig á nótur líkt og þeir sem sjá. „Þannig að allt sem viðkomandi lærði þurfti kennarinn að spila fyrir hann og það var oft tekið upp og farið með það heim og hlustað. Svolítið tímafrekt," segir Hlynur Þór Agnarson, tónlistarkennari. Eyþór og Hlynur tóku höndum saman og gáfu í gær út kennslubók í tónfræði og punktaletursnótum en þær hafa hingað til ekki verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þekkjast erlendis. Þeir félagar segjast hafa fundið fyrir feimni hjá íslenskum tónlistarkennurum gagnvart blindum nemendum og vona að nú verði breyting þar á. „Við vildum hafa þetta þannig að það þyrfti ekki bara að vera annað hvort ég eða Eyþór sem gæti kennt þetta heldur gæti í raun hvaða tónlistarkennari sem er með tónfræðiþekkingu kennt úr bókinni. Þess vegna ákváðum við að setja hana upp annars vegar sem punktaletursbók fyrir nemandann og svo sem venjulega svartletursbók með venjulegum nótum fyrir kennarann," segir Eyþór Kamban Þrastarson. „Þú getur verið að læra sjálfur á þínum eigin forsendum og hraða. Þú ert ekki háður neinum öðrum upp á það að geta hlustað á lagið eða fá einhverjar hugmyndir um það. Þetta er bara allt fyrir fram þig og þú sérð bara um þetta svolítið sjálfur. Þetta er náttúrulega rosalega mikið frelsi." Og þá er kannski líka auðveldara að semja tónlist? „Já, semja tónlist og skrifa hana niður svo hún sé aðgengileg öðrum. Sá möguleiki hefur ekki verið þannig séð til staðar hingað til." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Blindir og sjónskertir Íslendingar geta nú með tilkomu nýrrar kennslubókar leikið tónlist eftir nótum, en þeir hafa hingað til þurft að reiða sig eingöngu á heyrnina í tónlistarnámi. Möguleikinn veitir frelsi segja höfundar bókarinnar. Tónlistarnám blindra og sjónskertra hefur fram að þessu verið ansi strembið enda hefur þessi hópur ekki getað reitt sig á nótur líkt og þeir sem sjá. „Þannig að allt sem viðkomandi lærði þurfti kennarinn að spila fyrir hann og það var oft tekið upp og farið með það heim og hlustað. Svolítið tímafrekt," segir Hlynur Þór Agnarson, tónlistarkennari. Eyþór og Hlynur tóku höndum saman og gáfu í gær út kennslubók í tónfræði og punktaletursnótum en þær hafa hingað til ekki verið notaðar hér á landi þrátt fyrir að þekkjast erlendis. Þeir félagar segjast hafa fundið fyrir feimni hjá íslenskum tónlistarkennurum gagnvart blindum nemendum og vona að nú verði breyting þar á. „Við vildum hafa þetta þannig að það þyrfti ekki bara að vera annað hvort ég eða Eyþór sem gæti kennt þetta heldur gæti í raun hvaða tónlistarkennari sem er með tónfræðiþekkingu kennt úr bókinni. Þess vegna ákváðum við að setja hana upp annars vegar sem punktaletursbók fyrir nemandann og svo sem venjulega svartletursbók með venjulegum nótum fyrir kennarann," segir Eyþór Kamban Þrastarson. „Þú getur verið að læra sjálfur á þínum eigin forsendum og hraða. Þú ert ekki háður neinum öðrum upp á það að geta hlustað á lagið eða fá einhverjar hugmyndir um það. Þetta er bara allt fyrir fram þig og þú sérð bara um þetta svolítið sjálfur. Þetta er náttúrulega rosalega mikið frelsi." Og þá er kannski líka auðveldara að semja tónlist? „Já, semja tónlist og skrifa hana niður svo hún sé aðgengileg öðrum. Sá möguleiki hefur ekki verið þannig séð til staðar hingað til."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira