Íslenskt frímerki selt á milljón - frímerkjasöfnun góð fyrir sálina Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. mars 2012 13:45 Magni R. Magnússon segir það gott fyrir sálina að safna frímerkjum. Mynd / Valgarður Gíslason Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira