Íslenski boltinn

Umfjöllun og einkunnir: ÍBV - ÍA | Steindautt og markalaust í Eyjum

Mynd/Valli
ÍBV og ÍA gerðu markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Tryggvi Guðmundsson var í byrjunarliði Eyjamanna í dag sem voru sterkari aðilinn í leiknum. Leikmönnum liðsins gekk þó afar illa að skapa sér færi líkt og gestunum.

Í þau skipti sem heimamenn gerðu sig líklega í námunda við mark Skagamanna var Páll Gísli Jónsson vel á verði í marki gestanna.

Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður Eyjamanna, rotaðist í síðari hálfleik eftir samstuð. Hann komst aftur til meðvitundar en þurfti að fara af velli.

Stigið breytir litlu fyrir bæði lið. Þau höfðu 27 stig fyrir leikinn, ÍBV með betri markatölu, en hafa nú 28 í 3. og 4. sæti deildarinnar. Stjarnan getur skotist upp í 3. sætið takist liðinu að leggja Val að velli en leikur liðanna hefst klukkan 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×