Lognið á eftir storminum 8. október 2012 00:00 Mótmælendur hröktu ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum og knúðu fram kosningar. Vendipunktur var fundur Samfylkingarinnar í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum 21. janúar 2009. Áhrif þúsunda mótmælenda fyrir utan höfðu áhrif inn á fundinn. fréttablaðið/anton Hrunið hleypti öllu upp í íslenskri pólitík. Fólk þurfti að tapa peningum til að það léti í sér heyra, en þá gerði það líka svo um munaði. Það flykktist út á götur og mótmælti og lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjölda í fyrsta skipti síðan við inngöngu Íslands í NATO árið 1949. Í fyrstu voru kröfur mótmælenda heldur óskýrar, mótmælin voru mun fremur útrás fyrir reiði og vonbrigði en krafa um ákveðnar úrbætur. ?Helvítis fokking fokk? súmmeraði tilfinningar Íslendinga upp. Smám saman beindist reiðin þó í ákveðinn farveg, þess var krafist að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til alþingiskosninga. Það var daglegt brauð þúsunda íbúa á höfuðborgarsvæðinu að fara niður á Austurvöll, berja potta og hrópa ?vanhæf ríkisstjórn? oftar en ekki við loga elda sem kveiktir höfðu verið. Pelsklæddar konur stóðu við hlið ungmenna í rifnum fötum og samkenndin var órofin. Og hún virkaði. Mótmælin tókustEftir því sem skelfilegar afleiðingar efnahagshrunsins komu betur fram varð ljósara að ríkisstjórninni væri ekki sætt. Lögreglan var með stöðugan vörð við Alþingi og stjórnarráðshúsið og byljandi mótmælanna varð hluti af hinni daglegu hljómkviðu Reykjavíkur. Einn af öðrum týndust þeir líka í burtu sem fólkið taldi bera ábyrgð á ástandinu. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sögðu af sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra veiktust hins vegar og höfðu hægt um sig. Fólkinu fannst það ekki nóg og mótmælti meintum hroka valdsmanna. Helsta birtingarmynd hans voru fleyg ummæli Ingibjargar Sólrúnar á borgarafundi í Háskólabíói þar sem hún sagði við fundargesti: ?Þið eruð ekki þjóðin.? Vinstribylgjan rísUpp úr áramótum hófust þreifingar á milli stjórnmálamanna um nýja stjórn og þegar Geir baðst lausnar tók minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar við undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Framsóknarflokkurinn varði stjórnina falli en vildi ekki taka sæti í henni. Boðað var til kosninga sem fram fóru í apríl. Með því var helstu kröfum mótmælenda mætt, en þess ber þó að geta að kröfur þeirra voru mjög fjölbreyttar og ekki eftir ákveðinni stefnuskrá. Samfylkingin sat í hrunstjórninni en kjósendur virtust þó ekki kenna henni um ástandið. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn, sem setið hafði óslitið í stjórn síðan 1991, látinn bera höfuðábyrgð. Hann fékk aðeins 23,7% fylgi í kosningunum sem er langlægsta fylgi flokksins. Framsóknarflokkurinn, sem verið hafði í ríkisstjórn frá 1995 til 2007, fékk hins vegar nokkuð hefðbundið fylgi. Úrslit kosninganna voru söguleg; minnihlutastjórnin fékk meirihluta og í fyrsta skipti í sögunni var hægt að mynda tveggja flokka vinstristjórn. Hennar beið ærið verk við endurreisn íslensks efnahags. SiðbótarkrafanStór orð voru höfð uppi um það að nýir tímar væru runnir upp. Allt of lengi hefðu stjórnmál landsins einkennst af sérgæsku, en nú skyldu nýir vindar blása. Allir flokkar lofuðu siðbót og breyttum vinnubrögðum. Sú krafa hafði líka áhrif í kosningunum sjálfum. Nýtt fólk tók sæti á listum gömlu flokkanna og reynt var að finna hreyfingu mótmælenda farveg innan nýs stjórnmálaafls; Borgarahreyfingarinnar, sem kom fjórum mönnum á þing. Nokkur endurnýjun hafði verið á listum árið 2007 og við þingsetninguna árið 2009 var aðeins 1/3 hluti þingmanna með yfir tveggja ára þingreynslu. Siðbótarkrafan hafði áhrif út í flokkana og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hófu naflaskoðun sem átti að skila breyttum vinnubrögðum. Vinstri græn sigldu nokkuð lygnan sjó, hafandi verið gagnrýnin í stjórnarandstöðu allan bólutímann. Í Framsóknarflokknum urðu umskipti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk nánast inn af götunni og varð formaður. Nýir tímar virtust í vændum og ekki drógu úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið eftir úr þeim væntingum. Besti flokkurinn fékk sex menn kjörna í Reykjavík, Listi fólksins hreinan meirihluta á Akureyri og í Hafnarfirði var stærsti kjósendahópurinn sá sem sat heima eða skilaði auðu. Fólkið virtist þreytt á gömlu flokkunum, vildi breytingar á þeim eða hreinlega nýja flokka. Fjarar undanEkki verður annað sagt en að uppgjörið hafi farið vel af stað. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis tók á allflestum atriðum varðandi hrunið og þótti til fyrirmyndar. Til hennar var vitnað í ræðum og ritum og hún sat á metsölulistum bókabúðanna. Heldur kvarnaðist upp úr eindrægninni í framhaldinu sem kristallaðist í ákæru á hendur Geir H. Haarde, en um landsdómsmálið verður fjallað í sérstakri grein. Ekki verður heldur séð að endurnýjun á þingi hafi bætt umræðuhefðina þar og traust á Alþingi mælist í sögulegu lágmarki. Það má því segja að fjarað hafi undan samstöðunni sem náðist um endurbætur á íslenskri stjórnmálamenningu. Allt óbreytt?Fjórum árum eftir hrun virðist allt vera að falla í sama farið. Óánægjustorminn hefur lægt og ekki útlit fyrir brælu á þeim miðum í bráð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð fyrri styrk sínum og stuðningur við Samfylkinguna og Vinstri græn hefur dalað og er svipaður og fyrir hrun. Framsóknarflokkurinn hefur hvorki náð vopnum sínum né látið á sjá og fylgi hans mælist stöðugt í kringum 13 prósent. Vinstribylgjan hefur hjaðnað. Verði úrslit kosninganna í vor eins og skoðanakannanir benda til munu aðeins fulltrúar fjórflokksins ná sæti á Alþingi. Einhver hinna fjölmörgu nýju framboða sem boðuð eru gætu vissulega náð á þing, en í dag njóta þau ekki stuðnings til þess. Þó er eftirtektarvert að stuðningur við önnur framboð en fjórflokkinn mælist tæp 17 prósent í könnunum núna, en var ekki nema 10 prósent í síðustu kosningum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Hrunið hleypti öllu upp í íslenskri pólitík. Fólk þurfti að tapa peningum til að það léti í sér heyra, en þá gerði það líka svo um munaði. Það flykktist út á götur og mótmælti og lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannfjölda í fyrsta skipti síðan við inngöngu Íslands í NATO árið 1949. Í fyrstu voru kröfur mótmælenda heldur óskýrar, mótmælin voru mun fremur útrás fyrir reiði og vonbrigði en krafa um ákveðnar úrbætur. ?Helvítis fokking fokk? súmmeraði tilfinningar Íslendinga upp. Smám saman beindist reiðin þó í ákveðinn farveg, þess var krafist að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til alþingiskosninga. Það var daglegt brauð þúsunda íbúa á höfuðborgarsvæðinu að fara niður á Austurvöll, berja potta og hrópa ?vanhæf ríkisstjórn? oftar en ekki við loga elda sem kveiktir höfðu verið. Pelsklæddar konur stóðu við hlið ungmenna í rifnum fötum og samkenndin var órofin. Og hún virkaði. Mótmælin tókustEftir því sem skelfilegar afleiðingar efnahagshrunsins komu betur fram varð ljósara að ríkisstjórninni væri ekki sætt. Lögreglan var með stöðugan vörð við Alþingi og stjórnarráðshúsið og byljandi mótmælanna varð hluti af hinni daglegu hljómkviðu Reykjavíkur. Einn af öðrum týndust þeir líka í burtu sem fólkið taldi bera ábyrgð á ástandinu. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sögðu af sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra veiktust hins vegar og höfðu hægt um sig. Fólkinu fannst það ekki nóg og mótmælti meintum hroka valdsmanna. Helsta birtingarmynd hans voru fleyg ummæli Ingibjargar Sólrúnar á borgarafundi í Háskólabíói þar sem hún sagði við fundargesti: ?Þið eruð ekki þjóðin.? Vinstribylgjan rísUpp úr áramótum hófust þreifingar á milli stjórnmálamanna um nýja stjórn og þegar Geir baðst lausnar tók minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar við undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Framsóknarflokkurinn varði stjórnina falli en vildi ekki taka sæti í henni. Boðað var til kosninga sem fram fóru í apríl. Með því var helstu kröfum mótmælenda mætt, en þess ber þó að geta að kröfur þeirra voru mjög fjölbreyttar og ekki eftir ákveðinni stefnuskrá. Samfylkingin sat í hrunstjórninni en kjósendur virtust þó ekki kenna henni um ástandið. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn, sem setið hafði óslitið í stjórn síðan 1991, látinn bera höfuðábyrgð. Hann fékk aðeins 23,7% fylgi í kosningunum sem er langlægsta fylgi flokksins. Framsóknarflokkurinn, sem verið hafði í ríkisstjórn frá 1995 til 2007, fékk hins vegar nokkuð hefðbundið fylgi. Úrslit kosninganna voru söguleg; minnihlutastjórnin fékk meirihluta og í fyrsta skipti í sögunni var hægt að mynda tveggja flokka vinstristjórn. Hennar beið ærið verk við endurreisn íslensks efnahags. SiðbótarkrafanStór orð voru höfð uppi um það að nýir tímar væru runnir upp. Allt of lengi hefðu stjórnmál landsins einkennst af sérgæsku, en nú skyldu nýir vindar blása. Allir flokkar lofuðu siðbót og breyttum vinnubrögðum. Sú krafa hafði líka áhrif í kosningunum sjálfum. Nýtt fólk tók sæti á listum gömlu flokkanna og reynt var að finna hreyfingu mótmælenda farveg innan nýs stjórnmálaafls; Borgarahreyfingarinnar, sem kom fjórum mönnum á þing. Nokkur endurnýjun hafði verið á listum árið 2007 og við þingsetninguna árið 2009 var aðeins 1/3 hluti þingmanna með yfir tveggja ára þingreynslu. Siðbótarkrafan hafði áhrif út í flokkana og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hófu naflaskoðun sem átti að skila breyttum vinnubrögðum. Vinstri græn sigldu nokkuð lygnan sjó, hafandi verið gagnrýnin í stjórnarandstöðu allan bólutímann. Í Framsóknarflokknum urðu umskipti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk nánast inn af götunni og varð formaður. Nýir tímar virtust í vændum og ekki drógu úrslit sveitarstjórnarkosninganna árið eftir úr þeim væntingum. Besti flokkurinn fékk sex menn kjörna í Reykjavík, Listi fólksins hreinan meirihluta á Akureyri og í Hafnarfirði var stærsti kjósendahópurinn sá sem sat heima eða skilaði auðu. Fólkið virtist þreytt á gömlu flokkunum, vildi breytingar á þeim eða hreinlega nýja flokka. Fjarar undanEkki verður annað sagt en að uppgjörið hafi farið vel af stað. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis tók á allflestum atriðum varðandi hrunið og þótti til fyrirmyndar. Til hennar var vitnað í ræðum og ritum og hún sat á metsölulistum bókabúðanna. Heldur kvarnaðist upp úr eindrægninni í framhaldinu sem kristallaðist í ákæru á hendur Geir H. Haarde, en um landsdómsmálið verður fjallað í sérstakri grein. Ekki verður heldur séð að endurnýjun á þingi hafi bætt umræðuhefðina þar og traust á Alþingi mælist í sögulegu lágmarki. Það má því segja að fjarað hafi undan samstöðunni sem náðist um endurbætur á íslenskri stjórnmálamenningu. Allt óbreytt?Fjórum árum eftir hrun virðist allt vera að falla í sama farið. Óánægjustorminn hefur lægt og ekki útlit fyrir brælu á þeim miðum í bráð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð fyrri styrk sínum og stuðningur við Samfylkinguna og Vinstri græn hefur dalað og er svipaður og fyrir hrun. Framsóknarflokkurinn hefur hvorki náð vopnum sínum né látið á sjá og fylgi hans mælist stöðugt í kringum 13 prósent. Vinstribylgjan hefur hjaðnað. Verði úrslit kosninganna í vor eins og skoðanakannanir benda til munu aðeins fulltrúar fjórflokksins ná sæti á Alþingi. Einhver hinna fjölmörgu nýju framboða sem boðuð eru gætu vissulega náð á þing, en í dag njóta þau ekki stuðnings til þess. Þó er eftirtektarvert að stuðningur við önnur framboð en fjórflokkinn mælist tæp 17 prósent í könnunum núna, en var ekki nema 10 prósent í síðustu kosningum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira