Erlent

Telja náttúrhamfarir vera undanfara heimsendis

Rúmlega þriðjungur Bandaríkamanna telur að náttúruhamfarir á borð við fellibylji, flóð og annað ofsaveður að undanförnu séu fyrirboðar heimsendis.

Þetta er niðurstaða könnunnar Rannsóknarstofnunar um trúmál í Bandaríkjunum. Af þeim sem telja heimsendi í nánd eru 66% kristinnar trúar.

Tveir þriðjuhlutar Bandaríkjamanna telja hinsvegar að þessar hamfarir séu af mannavöldum, einkum vegna hlýnandi loftslags og að bandaríkjastjórn þurfi að fara að gera eitthvað áþreifanlegt í þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×