Gæti fengið hendur í sumar - "Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 25. desember 2012 11:49 Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið." Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið."
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira