Gæti fengið hendur í sumar - "Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 25. desember 2012 11:49 Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira