Gæti fengið hendur í sumar - "Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 25. desember 2012 11:49 Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið." Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Ég fékk bestu jólagjöf allra tíma segir Guðmundur Felix Grétarsson um langþráðan póst sem honum barst frá læknateymi í Frakklandi í gær, aðfangadag. Undirbúningur fyrir handaágræðslu Guðmundar er hafinn og líkur eru á að hann fái hendur áður en sumarið gengur í garð. Guðmundur, sem missti handleggina rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998, þá 26 ára gamall, fékk í september í fyrra samþykki læknateymisins fyrir ágræðslunni en hann komst þó ekki strax á biðlista eftir höndum því ítalskur karlmaður var á undan í röðinni. „Það stóð til að þessi sem var á undan mér færi á lista í janúar en það dróst fram í október, þannig að það er búið að vera mikil seinkunn á þessu," segir hann í samtali við fréttastofu í morgun.Og ertu búinn að vera að kíkja á póstinn þinn daglega? „Já, ég var búin að vera að því þar til ég var orðinn geðveikur og þá ákvað ég að hætta að bíða. Af því að þetta dróst svona þá var ég bara í því að bíða og var alveg tilbúinn að fara út en svo var ég bara orðinn eins og ég segi soðgeðveikur á því að sitja og bíða og gera ekki neitt þannig að ég setti þetta eiginlega til hliðar og ákvað bara að þetta kemur þegar þetta kemur og sinna minni vinnu og daglegu lífi." Það var svo í gær, á aðfangadag sem pósturinn langþráði barst. „Samkvæmt póstinum þá var þetta komið hálf þrjú en ég sá þetta rétt fyrir sex þegar ég settist niður. Ítalinn sem er á undan mér er búinn að fá sína ágræðslu og allt gekk mjög vel. Og næst er það bara að setja mína aðgerð í gang." „Þetta er besta gjöf sem ég hef fengið. Vonandi ég sé ekki að móðga einhverja aðra sem voru að gefa mér gjafir." Líklegt er að Guðmundur verði kominn á biðlista eftir höndum innan þriggja mánaða en Ítalinn sem var á undan Guðmundi í aðgerðina beið í mánuð eftir að hann komst á listann og þar til stóra stundin rann upp. „Ég gæti verið kominn í aðgerðina fyrir sumarið."
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira