Brenndu jólasteikinni í hvelli Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 26. desember 2012 19:52 Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Landsmenn fjölmenntu í líkamsræktarstöðvar og út að hlaupa í dag til að brenna jólasteikinni. Margir ætluðu hins vegar að halda átinu áfram í kvöld og voru því að vinna sér í haginn. Trimmklúbbur Seltjarnarness mætti snemma í Seltjarnarneskirkju í morgun og eftir stutta bænastund og samsöng fór fram hið árlega kirkjuhlaup þar sem hópurinn hleypur um fjórtán kílómetra leið framhjá fjölmörgum kirkjum borgarinnar. Mikill fjöldi fólks var mættur í hlaupagallanum og greinilega enginn þungur á fæti þrátt fyrir hangikjötsát. Þá var um fimmtíu manna hópur hjá Crossfit Kötlu mættur fyrir hádegi á æfingu til að brenna Jólasteikinni eins og æfing dagsins var kölluð. Í myndbandinu hér að ofan má sjá fólk púla allhressilega og taka á ýmsum lóðum og járnstöngum til að losa sig örugglega við allar umfram kaloríur sem jólaátið felur í sér. „Hér er best að vera. Þetta er svo gaman, best að vera. Maður fær bara orku," sagði Erla Signý Þormar.Og kannski inneign fyrir meira áti í kvöld? „Já, konfektið og allt bíður eftir heima," svaraði hún. „Ég er að byrja aftur eftir langan tíma í pásu, það er erfitt núna," sagði Guðni Þorsteinn Guðjónsson.Og þú valdir annan í jólum til að byrja aftur? „Ef það er einhverntíma tími til að byrja aftur þá er það núna," svaraði hann. Eftir að hafa raðað í sig kræsingum undanfarna daga friðuðu margir samviskuna í dag með því að skella sér í ræktina, þeirra á meðal Egill Helgason, sjónvarpsmaður. „Ég er að leggja inn fyrir kalkúninum sem ætla að borða í kvöld og rjúpunum sem ætla að borða á morgun. Þetta er skelfilegt, maður rétt nær að balansera og veitir ekki af," sagði Egill. Á næstu maskínu í Worldclass hamaðist Jói Fel, sjónvarpskokkur. „Málið er að ég er svo duglegur að æfa þannig að ég borða bara ennþá meira og ég er búinn að borða svo svakalega mikið að ég þarf að taka extra æfingu. Þó það sé annar í jólum þá er rúmlega 2 klukkutíma æfing framundan. Ég er búinn að borða sko hamborgarhrygg og hangikjöt. Þannig það er búið að vera mikið af salti. Svo það eru rjúpurnar í kvöld," sagði hann.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira