Pólfarar hittust á aðfangadag - Vilborg Arna búin að ganga 700 kílómetra Karen Kjartansdóttir skrifar 29. desember 2012 14:31 Vilborg Arna Gissurardóttir sem stödd er á suðurskautslandinu segist miða vel áfram. Hún tók fram úr öðrum pólfara á aðfangadagkvöld og segir það hafa verið sérstæða reynslu að rekast á aðra manneskju á Suðurskautslandinu. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað á Suðurpólinn 2. nóvember en ferðina hafði hún undirbúið í nokkur ár. Hún á nú eftir um það bil einn þriðja leiðarinnar og býst við því að verða komin á leiðarenda eftir um það bil tvær vikur, færið sé gott og hún komist hratt yfir um þessar mundir. Vilborg verður þá níunda konan í heiminum til að ljúka þessari leið og fyrsta íslenska konan.Sp. blm. En er álagið og einsemdin ekki farin að segja til sín? „Auðvitað er ég orðin svolítið þreytt en samt ótrúlega hress," segir Vilborg. „Ég er búin að ganga yfir 700 km án þess að hvíla mig og einhvern veginn hefur þetta gengið ótrúlega vel. Einsemdin hefur haft minni áhrif á mig en ég hélt. Ég hef fengið margar kveðjur og líður heilt yfir alveg ótrúlega vel." Þá átti Vilborg Arna stutt samtal við annað pólfara á aðfangadagskvöld. „Það er bandarískur maður sem heitir Aron sem er að skíða þessa sömu leið og ég. Honum hefur gengið upp og ofan, lent í vandræðum með búnaðinn sinn og svona. Ég var ekki að reyna ná honum, þvert á móti, ég vonaði að hann kæmist á undan mér á pólinn." „Á aðfangadagskvöld fór það samt þannig að ég náði honum og heilsaði upp á hann í tjaldinu. Við áttum stutt spjall saman enda höfum við um margt að tala. En nú er ég sem sagt komin fram úr honum en vona að hann komist á pólinn í tæka tíð." Meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Lífi styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans sett sig í spor Vilborgar með því að lesa blogg hennar á síðunni lifsspor.is og heitið á hana með því að hringja í síma 908-1515 og stutt hana þar með um 1.500 krónur. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir sem stödd er á suðurskautslandinu segist miða vel áfram. Hún tók fram úr öðrum pólfara á aðfangadagkvöld og segir það hafa verið sérstæða reynslu að rekast á aðra manneskju á Suðurskautslandinu. Vilborg Arna Gissurardóttir lagði af stað á Suðurpólinn 2. nóvember en ferðina hafði hún undirbúið í nokkur ár. Hún á nú eftir um það bil einn þriðja leiðarinnar og býst við því að verða komin á leiðarenda eftir um það bil tvær vikur, færið sé gott og hún komist hratt yfir um þessar mundir. Vilborg verður þá níunda konan í heiminum til að ljúka þessari leið og fyrsta íslenska konan.Sp. blm. En er álagið og einsemdin ekki farin að segja til sín? „Auðvitað er ég orðin svolítið þreytt en samt ótrúlega hress," segir Vilborg. „Ég er búin að ganga yfir 700 km án þess að hvíla mig og einhvern veginn hefur þetta gengið ótrúlega vel. Einsemdin hefur haft minni áhrif á mig en ég hélt. Ég hef fengið margar kveðjur og líður heilt yfir alveg ótrúlega vel." Þá átti Vilborg Arna stutt samtal við annað pólfara á aðfangadagskvöld. „Það er bandarískur maður sem heitir Aron sem er að skíða þessa sömu leið og ég. Honum hefur gengið upp og ofan, lent í vandræðum með búnaðinn sinn og svona. Ég var ekki að reyna ná honum, þvert á móti, ég vonaði að hann kæmist á undan mér á pólinn." „Á aðfangadagskvöld fór það samt þannig að ég náði honum og heilsaði upp á hann í tjaldinu. Við áttum stutt spjall saman enda höfum við um margt að tala. En nú er ég sem sagt komin fram úr honum en vona að hann komist á pólinn í tæka tíð." Meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Lífi styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans sett sig í spor Vilborgar með því að lesa blogg hennar á síðunni lifsspor.is og heitið á hana með því að hringja í síma 908-1515 og stutt hana þar með um 1.500 krónur.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira