Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 19:49 Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, Jenný Jensdóttir, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 hvernig kreppan í Suður-Evrópu hefði þau áhrif að þar hefðu menn ekki lengur efni á því að kaupa saltfisk frá Íslandi. Sjómenn á Drangsnesi greindu í fréttum okkar á föstudag frá óvenjulegu ástandi vegna mikillar ýsugengdar samfara kvótaleysi í ýsu. Hár meðafli ýsu veldur því að bátar geta vart veitt aðrar fisktegundir. Nú er það að gerast hjá línubátnum Skúla sem haldið hefur uppi landvinnslu á Drangsnesi, að líkur eru á að útgerðin stöðvist vegna þessa á morgun, að sögn framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Drangs, Óskars Torfasonar. Ofan á allt þetta bætist að grásleppuhrognin frá því í vor hafa ekki selst. Drangur hefur nú tilkynnt um ótímabundna vinnslustöðvun sem veldur því að tíu starfsmenn missa vinnuna í næstu viku. Ef útgerð Skúla stöðvast missir áhöfnin vinnuna auk beitingafólks í landi, alls fimm manns, sem þýddi að fimmtán manns misstu vinnuna á Drangsnesi. Það er um þriðjungur starfa í þessu sjötíu manna þorpi. Óskar segir að mikil óvissa ríki um framhaldið. Tengdar fréttir Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19 Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, Jenný Jensdóttir, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 hvernig kreppan í Suður-Evrópu hefði þau áhrif að þar hefðu menn ekki lengur efni á því að kaupa saltfisk frá Íslandi. Sjómenn á Drangsnesi greindu í fréttum okkar á föstudag frá óvenjulegu ástandi vegna mikillar ýsugengdar samfara kvótaleysi í ýsu. Hár meðafli ýsu veldur því að bátar geta vart veitt aðrar fisktegundir. Nú er það að gerast hjá línubátnum Skúla sem haldið hefur uppi landvinnslu á Drangsnesi, að líkur eru á að útgerðin stöðvist vegna þessa á morgun, að sögn framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Drangs, Óskars Torfasonar. Ofan á allt þetta bætist að grásleppuhrognin frá því í vor hafa ekki selst. Drangur hefur nú tilkynnt um ótímabundna vinnslustöðvun sem veldur því að tíu starfsmenn missa vinnuna í næstu viku. Ef útgerð Skúla stöðvast missir áhöfnin vinnuna auk beitingafólks í landi, alls fimm manns, sem þýddi að fimmtán manns misstu vinnuna á Drangsnesi. Það er um þriðjungur starfa í þessu sjötíu manna þorpi. Óskar segir að mikil óvissa ríki um framhaldið.
Tengdar fréttir Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19 Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19
Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45