"Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki" - Högni í opinskáu viðtali 13. desember 2012 22:40 Högni Egilsson Mynd/Stefán Karlsson „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira