Innlent

Gistinóttum fjölgaði um 20%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinætur á hótelum fjölgaði um 20% í október miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 117.200 í 140.500. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í október en gistinóttum þeirra fjölgaði um 23% miðað vð sama tíma í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 10% fleiri en árið áður. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×