Innlent

Kynslóðir koma saman á Barnavörumarkaði í Perlunni

Íris Hauksdóttir skrifar
Markaðurinn er haldinn í Perlunni.
Markaðurinn er haldinn í Perlunni.
Þann 8. desember verður Stóri Barnavörumarkaðurinn haldinn hátíðlegur í Perlunni. Fyrsti markaðurinn sem haldinn var í Gerðubergi sló svo rækilega í gegn, en yfir 1100 manns heimsóttu markaðinn þá. Það linnti hreinlega ekki eftirspurn eftir sölubásum og því verður markaðurinn haldinn aftur, nú í Perlunni, segir Elena Teuffer skipurleggjandi markaðarins.

Hugmyndin er einföld, að skapa vettvang fyrir konur sem reka vefverslanir heiman að frá sér eða sauma fallega hluti. Markaðurinn miðar inn á ungar fjölskyldur en söluvarningurinn er allur tengdur meðgöngu, brjóstagjafatímabili og upp í leikskólaldur barna. Viðskiptavinir kunna greinilega vel að meta framtakið.

Skemmtilegt er líka að segja frá því að yngsti þáttakandinn er 23 ára en sá elstu 63 ára. Markaðurinn hefur náð svo miklum vinsældum að margir viðskiptavinir leggja á sig langa ferð til að mæta, en yfir 30 verslanir selja vörur sínar á markaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×