Innlent

Eldur í húsnæði Maníu: María Birta bjargar verðmætum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá vettvangi nú um klukkan tólf.
Frá vettvangi nú um klukkan tólf.
Eldur kom upp í húsnæði á Laugavegi 51, í íbúð fyrir ofan verslunina Maníu, og eru reykkafar á leið inn segir blaðamaður Fréttablaðsins sem er á staðnum. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að einum manni hafi verið bjargað út um glugga húsnæðsins. Töluverðan reyk leggur frá íbúðinni þar sem eldurinn kom upp.

Eigendur verslunarinnar Maníu, en einn þeirra er María Birta Bjarndóttir, vinna hörðum höndum að því að koma vörum út úr versluninni.


Tengdar fréttir

Klifraði niður stigann úr brennandi húsi

Það verður að teljast mikil mildi að maður hafi sloppið heill út úr brennandi húsi að Laugavegi 51 í dag. Húsið var orðið fullt af reyk þegar slökkviliðið setti stiga upp að glugga svo maðurinn kæmist út um hann. Að auki var kona föst á svölum hússins og var henni líka bjargað. Umtalsverðar skemmdir urðu á húsinu af völdum vatns og reyks.

Manni bjargað úr brennandi húsi

Manni var bjargað úr brennandi húsi á Laugavegi 51, úr íbúð fyrir ofan verslunina Maníu. Mikinn reyk lagði frá húsinu eftir að eldur kom upp, en lítill eldur var sjáanlegur þegar litið var á húsið frá Laugaveginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×