Willum Þór: Eins og að tapa í framlengingu Karen Kjartansdóttir skrifar 8. desember 2012 19:02 Willum Þór. Eygló Harðardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna Willums Þórs Þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti, og virðist sem sumir þeirra hafi misskilið kosningafyrirkomulagið. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Siv Friðleifsdóttir var oddviti flokksins í kjördæminu í átján ár en gefur ekki lengur kost á sér. Í fyrri umferð fékk Willum flest atkvæði, 152, eða um 47% en Eygló 147 eða 45% og Una María Óskarsdóttir fékk 25 atkvæði eða tæp 8 %. Engin fékk því hreinan meirihluta, eða yfir 50 prósent atkvæða, eins og reglur kjördæmaþingsins gera ráð fyrir og var því kosið aftur milli Willums og Eyglóar. Niðurstaðan í þeirri kosningu var sú að Eygló bar sigur úr bítum með 158 atkvæði eða tæp 54% og Willum fékk 136 atkvæði eða um 46 atkvæði. Í seinni umferð tapaði Willum því 16 atkvæðum en Eygló bætti við sig 11. Einhverjir stuðningsmenn Willums héldu því fram að sumir þeirra hefðu misskilið fyrirkomulag kosninganna og talið að útslitin væru ráðin eftir fyrstu umferð og því yfirgefið kjörstaðinn. Willum Þór taldi það þó ekki hafa ráðið úrslitum. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins segir að reglurnar hafi átta að vera öllum skýrar og auk þess hafi fólk verið minnt fólk á fyrirkomulagið. Eygló Harðardóttir leiðir því lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor en hún er nú þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Ég er uppfull af þakklæti fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. Niðurstaðan er skýr í seinni umferð. Maður vissi alltaf að þegar maður færir sig yfir í nýtt kjördæmi þá er fólk fyrst og fremst að dæma mann af verkunum en ekki þeim tengslum, eða öðru sem maður hefur í kjördæminu, þannig ég bara mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og líka stuðning við þá pólitík og málflutning sem ég hef staðið fyrir á þessu kjörtímabili," segir Eygló. Framhaldskólakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Willum Þór mun verða í öðru sæti listans. Þú sigraðir í fyrri atkvæðagreiðslunni en laust lægra haldi í þeirri seinni. Voru þetta sár vonbrigði? „Já, algjörlega og alveg sérstök tilfinning. Ég hef ekki upplifað hana áður að vera einu marki yfir þegar leik er lokið og tapa honum svo í framlengingu. Það er mjög sértakt en lærdómsríkt og ég þarf auðvitað að takast á við það. En Eygló stendur uppi sem sigurvegari og nú þurfum við að fylkja liði. Hún leiðir listann og meginmarkmiðið með þessu öllu saman er að fá sterkan lista en ég hefði sannarlega viljað fá að vera fyrirliðinn í þessum lista okkar," segir Willum Þór. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna Willums Þórs Þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti, og virðist sem sumir þeirra hafi misskilið kosningafyrirkomulagið. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Siv Friðleifsdóttir var oddviti flokksins í kjördæminu í átján ár en gefur ekki lengur kost á sér. Í fyrri umferð fékk Willum flest atkvæði, 152, eða um 47% en Eygló 147 eða 45% og Una María Óskarsdóttir fékk 25 atkvæði eða tæp 8 %. Engin fékk því hreinan meirihluta, eða yfir 50 prósent atkvæða, eins og reglur kjördæmaþingsins gera ráð fyrir og var því kosið aftur milli Willums og Eyglóar. Niðurstaðan í þeirri kosningu var sú að Eygló bar sigur úr bítum með 158 atkvæði eða tæp 54% og Willum fékk 136 atkvæði eða um 46 atkvæði. Í seinni umferð tapaði Willum því 16 atkvæðum en Eygló bætti við sig 11. Einhverjir stuðningsmenn Willums héldu því fram að sumir þeirra hefðu misskilið fyrirkomulag kosninganna og talið að útslitin væru ráðin eftir fyrstu umferð og því yfirgefið kjörstaðinn. Willum Þór taldi það þó ekki hafa ráðið úrslitum. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins segir að reglurnar hafi átta að vera öllum skýrar og auk þess hafi fólk verið minnt fólk á fyrirkomulagið. Eygló Harðardóttir leiðir því lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor en hún er nú þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Ég er uppfull af þakklæti fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. Niðurstaðan er skýr í seinni umferð. Maður vissi alltaf að þegar maður færir sig yfir í nýtt kjördæmi þá er fólk fyrst og fremst að dæma mann af verkunum en ekki þeim tengslum, eða öðru sem maður hefur í kjördæminu, þannig ég bara mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og líka stuðning við þá pólitík og málflutning sem ég hef staðið fyrir á þessu kjörtímabili," segir Eygló. Framhaldskólakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Willum Þór mun verða í öðru sæti listans. Þú sigraðir í fyrri atkvæðagreiðslunni en laust lægra haldi í þeirri seinni. Voru þetta sár vonbrigði? „Já, algjörlega og alveg sérstök tilfinning. Ég hef ekki upplifað hana áður að vera einu marki yfir þegar leik er lokið og tapa honum svo í framlengingu. Það er mjög sértakt en lærdómsríkt og ég þarf auðvitað að takast á við það. En Eygló stendur uppi sem sigurvegari og nú þurfum við að fylkja liði. Hún leiðir listann og meginmarkmiðið með þessu öllu saman er að fá sterkan lista en ég hefði sannarlega viljað fá að vera fyrirliðinn í þessum lista okkar," segir Willum Þór.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði