Willum Þór: Eins og að tapa í framlengingu Karen Kjartansdóttir skrifar 8. desember 2012 19:02 Willum Þór. Eygló Harðardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna Willums Þórs Þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti, og virðist sem sumir þeirra hafi misskilið kosningafyrirkomulagið. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Siv Friðleifsdóttir var oddviti flokksins í kjördæminu í átján ár en gefur ekki lengur kost á sér. Í fyrri umferð fékk Willum flest atkvæði, 152, eða um 47% en Eygló 147 eða 45% og Una María Óskarsdóttir fékk 25 atkvæði eða tæp 8 %. Engin fékk því hreinan meirihluta, eða yfir 50 prósent atkvæða, eins og reglur kjördæmaþingsins gera ráð fyrir og var því kosið aftur milli Willums og Eyglóar. Niðurstaðan í þeirri kosningu var sú að Eygló bar sigur úr bítum með 158 atkvæði eða tæp 54% og Willum fékk 136 atkvæði eða um 46 atkvæði. Í seinni umferð tapaði Willum því 16 atkvæðum en Eygló bætti við sig 11. Einhverjir stuðningsmenn Willums héldu því fram að sumir þeirra hefðu misskilið fyrirkomulag kosninganna og talið að útslitin væru ráðin eftir fyrstu umferð og því yfirgefið kjörstaðinn. Willum Þór taldi það þó ekki hafa ráðið úrslitum. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins segir að reglurnar hafi átta að vera öllum skýrar og auk þess hafi fólk verið minnt fólk á fyrirkomulagið. Eygló Harðardóttir leiðir því lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor en hún er nú þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Ég er uppfull af þakklæti fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. Niðurstaðan er skýr í seinni umferð. Maður vissi alltaf að þegar maður færir sig yfir í nýtt kjördæmi þá er fólk fyrst og fremst að dæma mann af verkunum en ekki þeim tengslum, eða öðru sem maður hefur í kjördæminu, þannig ég bara mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og líka stuðning við þá pólitík og málflutning sem ég hef staðið fyrir á þessu kjörtímabili," segir Eygló. Framhaldskólakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Willum Þór mun verða í öðru sæti listans. Þú sigraðir í fyrri atkvæðagreiðslunni en laust lægra haldi í þeirri seinni. Voru þetta sár vonbrigði? „Já, algjörlega og alveg sérstök tilfinning. Ég hef ekki upplifað hana áður að vera einu marki yfir þegar leik er lokið og tapa honum svo í framlengingu. Það er mjög sértakt en lærdómsríkt og ég þarf auðvitað að takast á við það. En Eygló stendur uppi sem sigurvegari og nú þurfum við að fylkja liði. Hún leiðir listann og meginmarkmiðið með þessu öllu saman er að fá sterkan lista en ég hefði sannarlega viljað fá að vera fyrirliðinn í þessum lista okkar," segir Willum Þór. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Eygló Harðardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Mikil óánægja var meðal stuðningsmanna Willums Þórs Þórssonar, sem hafnaði í öðru sæti, og virðist sem sumir þeirra hafi misskilið kosningafyrirkomulagið. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hófst klukkan tíu í morgun í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Tilgangur þingsins er að kjósa frambjóðendur í efstu sæti framboðlista flokksins til alþingiskosninga í vor. Siv Friðleifsdóttir var oddviti flokksins í kjördæminu í átján ár en gefur ekki lengur kost á sér. Í fyrri umferð fékk Willum flest atkvæði, 152, eða um 47% en Eygló 147 eða 45% og Una María Óskarsdóttir fékk 25 atkvæði eða tæp 8 %. Engin fékk því hreinan meirihluta, eða yfir 50 prósent atkvæða, eins og reglur kjördæmaþingsins gera ráð fyrir og var því kosið aftur milli Willums og Eyglóar. Niðurstaðan í þeirri kosningu var sú að Eygló bar sigur úr bítum með 158 atkvæði eða tæp 54% og Willum fékk 136 atkvæði eða um 46 atkvæði. Í seinni umferð tapaði Willum því 16 atkvæðum en Eygló bætti við sig 11. Einhverjir stuðningsmenn Willums héldu því fram að sumir þeirra hefðu misskilið fyrirkomulag kosninganna og talið að útslitin væru ráðin eftir fyrstu umferð og því yfirgefið kjörstaðinn. Willum Þór taldi það þó ekki hafa ráðið úrslitum. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins segir að reglurnar hafi átta að vera öllum skýrar og auk þess hafi fólk verið minnt fólk á fyrirkomulagið. Eygló Harðardóttir leiðir því lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor en hún er nú þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. „Ég er uppfull af þakklæti fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. Niðurstaðan er skýr í seinni umferð. Maður vissi alltaf að þegar maður færir sig yfir í nýtt kjördæmi þá er fólk fyrst og fremst að dæma mann af verkunum en ekki þeim tengslum, eða öðru sem maður hefur í kjördæminu, þannig ég bara mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið og líka stuðning við þá pólitík og málflutning sem ég hef staðið fyrir á þessu kjörtímabili," segir Eygló. Framhaldskólakennarinn og knattspyrnuþjálfarinn Willum Þór mun verða í öðru sæti listans. Þú sigraðir í fyrri atkvæðagreiðslunni en laust lægra haldi í þeirri seinni. Voru þetta sár vonbrigði? „Já, algjörlega og alveg sérstök tilfinning. Ég hef ekki upplifað hana áður að vera einu marki yfir þegar leik er lokið og tapa honum svo í framlengingu. Það er mjög sértakt en lærdómsríkt og ég þarf auðvitað að takast á við það. En Eygló stendur uppi sem sigurvegari og nú þurfum við að fylkja liði. Hún leiðir listann og meginmarkmiðið með þessu öllu saman er að fá sterkan lista en ég hefði sannarlega viljað fá að vera fyrirliðinn í þessum lista okkar," segir Willum Þór.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira