Erlent

Mario Monti ætlar að segja af sér

Mario Monti
Mario Monti
Forsætisráðherra Ítalíu, Maríó Monti hefur ákveðið að segja af sér eftir að Frelsisflokkur Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra dró til baka stuðning við ríkisstjórn hans á fimmtudag.

Fyrst ætlar Monti hins vegar að reyna að koma fjárlagafrumvarpi og fjármálastöðugleika lögum í gegnum ítalska þingið samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Ítalíu Giorgio Napolitano í gærkvöldi.

Ríkisstjórn Mario Monti tók við völdum fyrir rúmu ári en hún er skipuð ókjörnum embættismönnum. Silvio Berlusconi hefur tilkynnt að hann muni leiða Frelsisflokkinn í næstu kosningum sem vegna afsagnar Mario Monti munu þær líklega fara fram í síðasta lagi í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×