Innlent

Fjöldi erlendra flugfélaga mun líklega standa í stað

Erlendar flugvélar á Keflavíkurflugvelli.
Erlendar flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Mynd / Hilmar Bragi vf.is
Allt bendir til þess að fjöldi ferða erlendra flugfélaga til Íslands standi í stað næsta sumar. Þetta kemur fram á vefnum turisti.is.

Erlend flugfélög voru með sjöundu hverju brottför frá Keflavíkurflugvelli í júlí mánuði síðastliðnum - eða 53 á viku. Næsta sumar stefni í að ferðunum fjölgi aðeins um eina samkvæmt talningu túrista.

Icelandair ætlar hins vegar að fjölga vikulegum ferðum um átján næsta sumar og útlit er er fyrir að WOW air muni fljúga álíka oft og félagið og Iceland Express gerðu samanlagt yfir aðalferðamannatímabilið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×