Innlent

Fékk milljón fyrir múkkamynd

Það var þessi mynd sem bar sigur úr býtum. Hana tók Erlendur Guðmundsson
Það var þessi mynd sem bar sigur úr býtum. Hana tók Erlendur Guðmundsson
Það var Erlendur Guðmundsson sem tók mynd af fýlum og fékk milljón krónur fyrir. Myndin er reyndar nokkuð tilkomumikil en hana má sjá hér fyrir ofan þar sem fýlarnir svamla í sjónum. Úrslit ljósmyndakeppninnar Fugl voru kunngerð í dag en hún var haldin á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði.

Þrír ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar. Eins og fyrr segir var það Erlendur Guðmundsson frá Akureyri sem sigraði og fékk milljón króna í verðlaun fyrir bestu myndina.

Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja. Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti.

Keppnin snýst um að taka bestu fuglamyndina á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar fyrir náttúruunnendum, og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×