Innlent

„Ég gerði þetta af minni eigin sannfæringu um að þetta yrði skemmtilegt"

Pétur Jóhann
Pétur Jóhann
„Ég gerði þetta af minni eigin sannfæringu um að þetta yrði skemmtilegt."

Þetta segir Pétur Jóhann Sigfússon, gamanleikari, en túlkun hans á hinum asíska Tong Monitor í auglýsingu Stöðvar 2 hefur vakið mikla athygli. Þá hafa ásakanir um kynþáttafordóma verið á lofti.

Pétur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Tong birtist fyrst árið 1992. Þá byrjaði ég að fíflast með þetta. Að tala með þessum hreim í góðra vina hópi," segir Pétur.

Pétur segist ekki hafa verið að gera grín að Asíubúum með túlkun sinni á Tong Monitor.

„Grín er vandmeð farið," segir Pétur. „Hver og einn þarf að dæma grínið út af fyrir sig og það er auðvitað hið besta mál, fólk hefur ólíkar skoðanir."

Hann segist ekki hafa vaknað einn daginn og fengið þá hugdettu að gera grín að ákveðnum hópi fólk. Þá hefur umræðan í netheimum komið honum á óvart.

„Umræðan á rétt á sér og er af hinu góða. Í mínu starfi þarf maður að geta tekið gagnrýni og lifa með henni og læra."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.