Telur brýnt að stofna millidómstig Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2012 16:24 Jón Steinar Gunnlaugsson. Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. Jón Steinar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann telur að álagið á Hæstarétt sé orðið óeðlilegt vegna mikillar fjölgunar bæði saka- og einkamála sem koma til kasta réttarins. „Álagið á réttinn er orðið allt of mikið. Ég held að það hafi haft pínulítil áhrif á þá veru, af því að dómurunum er raðað niður sem frummælendum og þá er ætlast til þess að þeir flytji fyrstu ræðu og haldi utan um málið, að það kunni að vera að álagið valdi því að menn hafi ekki alveg geta sinnt öðrum málum með þeim hætti sem þeir þurfa að gera," segir Jón. Jón Steinar segir málaþungann kominn út fyrir öll velsæmismörk. „Þegar menn eru að dæma 337 dóma yfir árið þá sjá auðvitað allir að þetta er tóm vitleysa. Og þegar menn eru að dæma svona mörg mál þá gefur það auðvitað augaleið að það hlýtur einhvers staðar að þurfa að fara einhverja skemmri leið, þó það eigi alls ekki að vera,"En viltu þá að tekið verði upp millidómstig, t.d. í sakamálum? Nafntogaðir lögfræðingar hafa fært fyrir því rök að það sé æskilegt. „Já, mér finnst að það þurfi að breyta Hæstarétti í raunverulegan Hæstarétt eins og ég kalla það. Það er að segja rétt þar sem fordæmi skapast, einhver túlkun sem endurtekur sig á lægri dómstigum. Og til þess að það gerist þá verður að fækka í dómnum. Þá þurfa allir dómarar að sitja saman í öllum málum. Þetta er ekki hægt að gera nema með því að stofna millidómstig til þess að taka þungann í málskotum, sérstaklega í minniháttarmálum. Í Hæstarétti sitji bara t.d. fimm dómarar sem dæma allir í öllum málum. Svo séu ekki nema hér um bil 100 mál sem eru dæmd þar á ári," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður frekari umfjöllun upp úr viðtalinu við Jón Steinar, en hann meðal annars gagnrýnir harkalega nýlega niðurstöðu Hæstaréttar í sakamáli þar sem hann telur allt benda til að saklaus maður hafi verið dæmdur. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. Jón Steinar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann telur að álagið á Hæstarétt sé orðið óeðlilegt vegna mikillar fjölgunar bæði saka- og einkamála sem koma til kasta réttarins. „Álagið á réttinn er orðið allt of mikið. Ég held að það hafi haft pínulítil áhrif á þá veru, af því að dómurunum er raðað niður sem frummælendum og þá er ætlast til þess að þeir flytji fyrstu ræðu og haldi utan um málið, að það kunni að vera að álagið valdi því að menn hafi ekki alveg geta sinnt öðrum málum með þeim hætti sem þeir þurfa að gera," segir Jón. Jón Steinar segir málaþungann kominn út fyrir öll velsæmismörk. „Þegar menn eru að dæma 337 dóma yfir árið þá sjá auðvitað allir að þetta er tóm vitleysa. Og þegar menn eru að dæma svona mörg mál þá gefur það auðvitað augaleið að það hlýtur einhvers staðar að þurfa að fara einhverja skemmri leið, þó það eigi alls ekki að vera,"En viltu þá að tekið verði upp millidómstig, t.d. í sakamálum? Nafntogaðir lögfræðingar hafa fært fyrir því rök að það sé æskilegt. „Já, mér finnst að það þurfi að breyta Hæstarétti í raunverulegan Hæstarétt eins og ég kalla það. Það er að segja rétt þar sem fordæmi skapast, einhver túlkun sem endurtekur sig á lægri dómstigum. Og til þess að það gerist þá verður að fækka í dómnum. Þá þurfa allir dómarar að sitja saman í öllum málum. Þetta er ekki hægt að gera nema með því að stofna millidómstig til þess að taka þungann í málskotum, sérstaklega í minniháttarmálum. Í Hæstarétti sitji bara t.d. fimm dómarar sem dæma allir í öllum málum. Svo séu ekki nema hér um bil 100 mál sem eru dæmd þar á ári," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður frekari umfjöllun upp úr viðtalinu við Jón Steinar, en hann meðal annars gagnrýnir harkalega nýlega niðurstöðu Hæstaréttar í sakamáli þar sem hann telur allt benda til að saklaus maður hafi verið dæmdur. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira