„Ég eignaðist marga óvini á starfsferli mínum hjá Fjármálaeftirlitinu,“ sagði Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, á laugadagsspjalli Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fór fram í dag.
Í tilkynningu segir að Gunnar hafi rætt skilmerkilega um orsakir hruns,úrvinnslu eftir hrun og framtíðarsýn. Þá sagði hann að framtíðarfyrirkomulag fjármálastarfsemi á Íslandi eigi að byggja á Kanadíska kerfinu og að aðskilja ætti viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingastarfsemi.
Fundurinn var vel sóttur og voru miklar og fjörugur umræður eftir fundinn.
Eignaðist marga óvini
