Innlent

Fleiri skjálftar fyrir norðan

Siglufjörður
Siglufjörður
Þrír jarðskjálftar um og yfir þrjú stig urðu á skjálftasvæðinu fyrir utan Norðurland í gærkvöldi. Tveir voru tuttugu kílómetrum norðaustur af Siglufirði á svipuðum stað og stóri skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan en þeir mældust 3 og 3,3 stig.

Þriðji skjálftinn var austar á svæðinu, nær Gjögurtá og mældist hann 3,2 stig. Þá hafa mælst þó nokkrir skjálftar meira en tvö stig á svæðinu í nótt og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×