Innlent

Yrsa ein af tíu bestu í Independent

Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í  Guardian og Marie Claire.
Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í Guardian og Marie Claire. Mynd/SR
Skáldsagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur verið valin ein af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins af álitsgjöfum breska stórblaðsins Independent. Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í Guardian og Marie Claire.

Gagnrýnandi Guardian sagði til að mynda að Yrsa hefði fullkomna stjórn á ógnvekjandi stemmningunni, sagan héldi lesandanum föngnum, væri skemmtileg og sannarlega draugaleg. Þá sagði tímaritið Marie Claire að Ég man þig væri hrollvekjandi og lesandinn yrði skelfingu lostinn

Ég man þig kom fyrst út árið 2010 og var valin besta glæpasaga ársins, bæði af Glæpafélagi Vestfjarða og Hinu íslenska glæpafélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×